Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 9

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 9
9 með handskrá, sem hvorki lét undan fyrir sugi né harki. Verzl- unarmennirnir vóru inni á skrifstofunni, þegar þetta skeði, og rannsökuða þennan fyrirburð og urðu engu nær. I'essum atgangi fór fram um all-langan tíma fyrir brunann. Vorið áður en þessir atburðir gerðust, hafði Stefán Guðjóhnsen tekið við verzluninni af föður sínum, harðskarpur maður og lærður í tungumálum og verzlunarfræðum —- hégiljulaus og vantrúaður á »yfirnáttúrlegar kreddur.« Hann var þarna land- vanur frá barnæsku og hafði aldrei hvektur orðið á neinum glett- ingum. Sögur þessar vóru orðnar héraðsfleygar áður en bruninn varð, og reyndi enginn að ráða gátuna. Kvöld eitt fyrir brunann þóttist ófreskur maður sjá þrjá útdauða verzlunarstjóra Orum & Wúlfís standa undir búðarveggnum og benda stöfum sínum á, eldsmatinn. — Haldið var eftir á að gamlir maurapúkar, sem þarna vóru rótgrónir í mauramyglunni í lifanda lífi, mundu hafa komið á kreik og óróast á undan eyðingu þessara gömlu gróða- stöðva. — Auðvitað er það, að enginn trúnaður er leggjandi á þessháttar skýringu. En einn er sá atburður, sem gerðist þá um haustið, sem verður ekki véfengdur, því að þar er vottum hægt við að koma. Par er um draum að ræða, og er hann á þessa leið: Maður hét Jósías Rafnsson. Hann bjó í Kaldbak við Húsa- vík mörg ár, en nú var hann í Saltvík, sem er bæjarleið fjær Víkitini, heldur en Kaldbakur. Jósías dreymir eitt sinn um haustið áður en eldurinn blossaði, að hann þóttist vera í Kaldbak, svo sem mönnum er títt í draumi, að þeir þykjast þar jafnan vera að heimilisfangi, sem þeir hafa lengst dvalið og hugurinn hænst mest að. Jósías þóttist ganga frá bænum norður á Kaldbakinn, sem er hæð milli bæjar og kaupstaðar. Pegar þangað kemur, sér hann norðaustur til Víkurinnar og þykist ekki koma auga á það, sem honum var forvitni á að líta; gengur þessvegna út í Víkina. þegar hann kemur þangað og er staddur ofan við verzlunarhús Örum & Wúlffs, sér hann mann koma norðaustan frá Húsavíkur- fjalli, ef mann skyldi kalla. Hann var tröll á vöxt og bar járn- stöng í hendi, stikaði stórum og stefndi niður að verzlunar- húsunum. Pegar þangað kemur hefur hann upp staf sinn og lystur austan á stafnana og sópar öllum verzlunarhúsunum vestur af snarbröttum bakkanum og út á sjó. Jósías sagði drauminn Laxamýrarfeðgum og fleirum mönnum,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.