Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 11

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 11
spyr hann undir eins, hverju þetta sætti, og segir hann mér þá, aö sig haíi dreymt þaö, að hann væri úti í engi að binda hey- bagga, slitnaöi þá reiptagliö annað og um leið kastaðist hann öfugur niöur í þurkvöllinn, og þá tók hann viðbragðið í svefninum. Daginn eftir var þurkur og bundum við þá stargresi úr flekk í reipi. Störin var óþjál í reipinu og fjaðurmögnuð svona óbæld, og tókum við sitt reiptagl hvor, til þess að keyra saman baggann sem allra bezt. IJá slitnaöi reiptaglið, sem húskarlinn hélt um. Hann féll aftur á bak niður á þurkvöllinn, og rættist þá draumur- inn nákvæmlega. Einu sinni dreymdi Sigurjón bróður minn draum, sem er jafn- góður draumi húskarlsins: Eitt sumar gengu óþurkar langvinnir. Pá dreymdi hann, fimtudagsnótt eina á engjaslætti, að frændi okkar, nýdáinn á næsta bæ, kæmi til sín og segði: sPurkurinn kemur á þriðjudaginn!« Sigurjón sagði okkur heimamönnum draum- inn, þegar hann vaknaði á föstudagsmorguninn. — En á þriðjudag- inn næsta birti í lofti og gerði góðan þurk. Jónas Guðmundsson á Sílalæk, móðurbróðir minn, var draum- skygn maður, svo sem margir gamlir menn eru, og þó í betra lagi. Eg kom til hans eitt sinn á hausttíma og var ég þá nærri fulltíða maður. Pá var gæðatíð, sunnanátt og þíðvindi og hafði viðrað á þá leið all-langa hríð. Karl var með prjóna sína, þegar ég kom, en var þó ókyrr: gekk út við og við meðan ég tafði og sá til veðurs. Hann gat þess við mig, að nú mundi veður spillast bráðum, því að sig hefði dreymt föður sinn sáluga í nótt, — »en það er mér æfinlega fyrir illu.« — Sjórinn var þögull og ládeyða fyrir landi, og var eigi áþann hátt sýnilegur ófriður í ríkjum Dumbs og Norðra. En oft er annars úfinn sjór við ströndina okkar Norðlendinga í sunnanátt °g góðviðri, ef vont veður er vaknað úti á sænum. — Karl gat jjessvegna engin veðrabrigði séð eða ráðið af sænum og heldur eigi var brugðið útliti hlákunnar. — En daginn eftir rann áttin norður fyrir og gekk í kafaldshríð. Nú má ekki minna vera en ég segi einn draum, sem mig hefir dreymt; geri ég það eigi fyrir fordildar sakir, heldur af öðrum ástæðum. Pó verð ég að byrja á öðru efni, áður en draumurinn kemur til sögunnar. Fyrir nokkrum árum deildu þeir Björn M. Ólsen og Finnur Jónsson um Eddukvæðin í Tímariti Bókmentafélagsins og kom

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.