Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 15

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 15
15 dáið í fæðingunni — hvað trúar- og samvizkufrelsi snertir, enda stækk- aði ekki víðáttusvæði hinnar lúthersk-evangelisku kirkju neitt að mun eftir fráfall Lúthers, á miðri 16 öld; en töluvert magnaðist hin, þar sem hvorki páfavald né konunga varð yfirsterkara (eins og á Frakklandi og Suður-Þýzkalandi); þannig festist hin endurbætta kirkja bæði á Hollandi og Skotlandi og smámsaman einnig á Englandi. f*eim megin varð og fjörið, ábuginn og framkvæmdin miklu meiri; leiddi það og til stórra breytinga í sögu þeirra þjóða. Trúarófrelsið ofan frá í lýðkirkjunum leiddi t. d. til baráttunnar á Englandi og Skotlandi gegn Stúörtunum, síðan til landnáms Englendinga í Ameríku, og loks yfirleitt til allra allsherjar- framfara í þeim löndum og öðrum. Aftur leiddi þrjátíuárastríðið til einskis trúar- eða lýðfrelsis, því eftir að Gústafs Aðólfs misti við, lenti sigurinn í raun réttri hjá óvinum hans og hin æðstu völd í höndum Frakka, Hreyfingar til siðabóta ofan frá hafa engar síðan orðið, né gátu orðið í þeirri kirkju, fremur en í hinni kaþólsku; framfarir undir tvennskonar einveldi, konunganna og »rétttrúunarinnar«, voru og eru óhugsandi. Og þær smáhreyfingar, sem upp hafa komið innan frá í þeirri kirkjudeild síðan, svo sem Píetista og Hernhútta hreyfingarnar, hafa litlu áorkað svo um hafi munað. Og þótt takmörk lúth. kirkjunnar hafi ekki færst inn til muna, og því síður hinnar endurbættu, sem ávalt hefur magnast í hinum ensku mælandi löndum, þykja framfaramerki beggja deilda dauf orðin, og óhætt er að fullyrða, að öllum frítrúarmönnum, enda líka mörgum rétttrúarmönnum þykir fyrir von komið, að kristindómurinn í formi siða- bótaraldanna muni nokkurn tíma »heiminn sigra«. III. Hér er afarfljótt yfir sögu farið, og skal nú í nýrri grein benda á mótsögn beggja hinna endurbættu kirkjudeilda og sérflokka þeirra, mótsögn við skoðanir nútímans, því að þessi mótsögn er aðalákæran, sem fram er færð gegn hinni gömlu rétttrúun — ekki frá hálfu vísinda- manna einna, því síður »óvinum kristindómsins«, heldur vinum hans. hálærðum skörungum um víðan heim. En til þess ófróðari lesendur skilji betur hvað hér er í efni, þyrfti fyrst að svara með fáeinum ljósum orðum tveim spurningum. Þeirri fyrst, hvað siðabótin hafi veitt sínum kirkjudeildum, og þar næst hitt, hverju hún hafi svift þær. Fyrri spurn- ingunni er nú venjulega svarað svo: Siðabótin leysti Norður-Evrópu úr læðingi páfadómsins, gaf þeim samvizkufrelsi í trúarefnum og setti sem allsherjar reglu réttlætinguna af trúnni o. s. frv. En þótt Lúther og aðrir siðabótarskörungar byrjuðu vel, urðu siðabæturnar minni en í fyrstu áhorfðist. A þinginu í Worms var Lúther ungur og fullur af guðmóði; lá þá nærri, að hann losaði um öll bönd mannlegs anda, þá er hann skýrskotaði til »ljósra sannana og ályktana«. Lá þá nærri eigi að eins fullkomið samvizkufrelsi í trúar- og siðgæðisefnum, heldur og fullkomið kenningarfrelsi, enda rannsakaði hann ritningarnar — auk heldur það sem honum sýndist í kirkjunni — svo frjálslega, að meiri dirfsku og gjörræði hefur varla nokkur kristinn og guðrækinn maður sýnt áður né síðan. En réttarbætur Lúthers urðu snemma endasleppar. Vér bentum á hið tvennskonar páfalega vald, sem stjórnendur og háskólar tóku sér

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.