Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 25

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 25
25 Verið í þeirri kirkju, sem bezt gegnir hugsjónum yðar og bezt hentar stöðu yðar; en munið eftir því, að þér eigið að halda augum yðar og hjörtum opnum fyrir sérhverjum nýjum sannindum, sem yður mæta kunna, og verið viðbúnir að hlýða og leggja af stað eins og Abraham forðum, þótt þér ekki kunnið að þekkja áfangastaðinn; farið eftir því kalli, er þér megið trúa, að sé röddin Drottins. Oss liggur ástundum við að láta hugfallast og ofbjóða, hve seint heimi þessum miðar áfram. En svo sýnist sem Guði þyki ekki á liggja, en áfram miðar þó. Eg ólst upp við þá trú, að komið væri nærri enda veraldarinnar og bæði morgunn og miðdegi æfi hennar væri liðið, enda væri þegar farið að rökkva í lofti, gæti því ekki hjá því farið, að um- skiftin væri þegar fyrir dyrum, og svo kæmi hinn síðasti dómur. En nú á síðustu tímum höfum vér numið annað, og það er, að sólin sé varla upp runnin enn. Það er snemma morguns og mannkynið er ekki orðið ellisjúkt og örvasa og dómur þess fyrir dyrum, heldur enn í bernsku sinni. Mannkynið er Herkúles, sem er að kyrkja höggormana, sem hvæsa í kring um vöggu þess; en hinar miklu þrautir, að moka og hreinsa veröldina, á það enn fyrir höndum. Látum oss líta upp í öruggum móð, með von og fjöri! Oss er vel vinnandi að smjúga út úr dýrahaminum og íklæðast anda og hjarta og lifa síðan eins og synir og dætur Guðs! Það hið sama á og öllu voru kyni að auðnast: að yfirvinna heiminn, stjórna honum og hann dýrðlegan að gjöra. Eg sé í anda þá tíð, þegar böl og bágindi liðinna tíma er í gleymsku fallið, eða menn minnast þess sem mótsetningar þeirrar dýrðar, sem þá er fengin, svo sem allsherjar friðar og bróðernis, þegar takmarkalínur milli þjóða eru afmáðar og alt verður góður félagskapur; frelsi og fögn- uður drotnar, og hvergi yfirgangur, örbirgð né skortur; jörðin er umbreytt í aldingarð og veröldinni stýrir og stjórnar hugsjónir og heilög breytni fullkominnar guðstrúar. Þetta líf virðist mér eingöngu vera eins og fordyri, er leiðir inn í gegnum Iágar og dimmar dyr, og inn í musterið í hinu eilífa föður-húsi, þar sem sólin gengur aldrei til viðar.« — — (Ræða þessi, eða fyrirlestur, endaði með bænagjörð). MATTH. JOCHUMSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.