Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 25
25 Verið í þeirri kirkju, sem bezt gegnir hugsjónum yðar og bezt hentar stöðu yðar; en munið eftir því, að þér eigið að halda augum yðar og hjörtum opnum fyrir sérhverjum nýjum sannindum, sem yður mæta kunna, og verið viðbúnir að hlýða og leggja af stað eins og Abraham forðum, þótt þér ekki kunnið að þekkja áfangastaðinn; farið eftir því kalli, er þér megið trúa, að sé röddin Drottins. Oss liggur ástundum við að láta hugfallast og ofbjóða, hve seint heimi þessum miðar áfram. En svo sýnist sem Guði þyki ekki á liggja, en áfram miðar þó. Eg ólst upp við þá trú, að komið væri nærri enda veraldarinnar og bæði morgunn og miðdegi æfi hennar væri liðið, enda væri þegar farið að rökkva í lofti, gæti því ekki hjá því farið, að um- skiftin væri þegar fyrir dyrum, og svo kæmi hinn síðasti dómur. En nú á síðustu tímum höfum vér numið annað, og það er, að sólin sé varla upp runnin enn. Það er snemma morguns og mannkynið er ekki orðið ellisjúkt og örvasa og dómur þess fyrir dyrum, heldur enn í bernsku sinni. Mannkynið er Herkúles, sem er að kyrkja höggormana, sem hvæsa í kring um vöggu þess; en hinar miklu þrautir, að moka og hreinsa veröldina, á það enn fyrir höndum. Látum oss líta upp í öruggum móð, með von og fjöri! Oss er vel vinnandi að smjúga út úr dýrahaminum og íklæðast anda og hjarta og lifa síðan eins og synir og dætur Guðs! Það hið sama á og öllu voru kyni að auðnast: að yfirvinna heiminn, stjórna honum og hann dýrðlegan að gjöra. Eg sé í anda þá tíð, þegar böl og bágindi liðinna tíma er í gleymsku fallið, eða menn minnast þess sem mótsetningar þeirrar dýrðar, sem þá er fengin, svo sem allsherjar friðar og bróðernis, þegar takmarkalínur milli þjóða eru afmáðar og alt verður góður félagskapur; frelsi og fögn- uður drotnar, og hvergi yfirgangur, örbirgð né skortur; jörðin er umbreytt í aldingarð og veröldinni stýrir og stjórnar hugsjónir og heilög breytni fullkominnar guðstrúar. Þetta líf virðist mér eingöngu vera eins og fordyri, er leiðir inn í gegnum Iágar og dimmar dyr, og inn í musterið í hinu eilífa föður-húsi, þar sem sólin gengur aldrei til viðar.« — — (Ræða þessi, eða fyrirlestur, endaði með bænagjörð). MATTH. JOCHUMSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.