Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 29

Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 29
29 í Holtsetaland. Jafnvel íbúar Hannóvers og vesturhluta Holtseta- lands urðu nú ekki nema að nafni »saxneskir« (o: engilsaxneskir, enskir); í raun og veru ruddi þýzk tunga sér braut þangað frá Hessum og öðrum nábúaþjóðum þar fyrir sunnan, svo þegar þar er getið um »Saxa« á miðöldunum, þá er þar að ræða um lág- þýzka þjóð, en ekki enska. Norðurlönd höfðu þannig fengið ákveðin tungutakmörk; og byltingin í Miðevrópu hafði jafnframt höggvið á tengslin milli þeirra og Suðurlanda. Áður höfðu þau, að kalla má, verið land- föst við alla hina rómversk-germönsku menningu; en nú var brúin brotin burt, og þau urðu nú að búa að sínu. Petta gerði það að verkum að ein tunga varð nú ráðandi meðal hinna mörgu þjóðflokka frá Eystrasaltsströndum og norður að Dumbshafi. Á hinum elztu rúnaletrunum má þegar sjá spor nor- rænna málseinkenna (»frumnorrænu«). Og sú framþróun heldur áfram með svo skjótum fetum að undrum sætir, og þá ekki síður hitt, að helztu málbreytingarnar komast samtímis á hjá öllum norrænum þjóðflokkum. Pannig skapast hin afareinkennilega »nor- ræna« víkingaaldarinnar með sínum mörgu béygingum og þungu hljóðsamböndum. En það voru líka í mörgum öðrum efnum merkilegir tímar, þessar aldir, þegar Norðurlandabúinn missir tök á sambandinu út á við og fer því að snúa sér inn á við. Áður hafði hann setið sem áhorfandi og séð hvernig rómversk menning ruddi sér braut til germönsku þjóðanna; en nú er tjaldið fallið og hann stendur nú um hríð utan við hina merkilegu viðburði, sem voru að gerast með frændþjóðunum, er þær tóku kristni og löguðu sig eftir nýjum menningarstraumum. Hann verður að sumu leyti aftur ruddi (»barbar«). Úr tígulega höfðingjanum í rómtízku búningi verður síðskeggjaður víkingur, í stað málfáða brandsins kemur þunglama- legt járnsverð eða öxartröll; hann vill ekki hvíla í líkkistu að hætti Suðurþjóða, en verpir haug yfir hinn dána, eins og forfeður hans á löngu liðnum öldum. Hann er eins og söguhetjan unga, Sinfjötli, sem sendur er tíu vetra á skóga til að lifa þar í úlfsham; með því móti einu getur hann harðnað nægilega til að drýgja þær dáðir, sem til er ætlast. Á sömu lund verður Norðurlandabúinn nú að snúa sér að þeirri hörðu náttúru, er hann á við að búa: hann þreytir afl við Ægi (hafið), veiðir sel, hval, síld og þorsk,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.