Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 29
29 í Holtsetaland. Jafnvel íbúar Hannóvers og vesturhluta Holtseta- lands urðu nú ekki nema að nafni »saxneskir« (o: engilsaxneskir, enskir); í raun og veru ruddi þýzk tunga sér braut þangað frá Hessum og öðrum nábúaþjóðum þar fyrir sunnan, svo þegar þar er getið um »Saxa« á miðöldunum, þá er þar að ræða um lág- þýzka þjóð, en ekki enska. Norðurlönd höfðu þannig fengið ákveðin tungutakmörk; og byltingin í Miðevrópu hafði jafnframt höggvið á tengslin milli þeirra og Suðurlanda. Áður höfðu þau, að kalla má, verið land- föst við alla hina rómversk-germönsku menningu; en nú var brúin brotin burt, og þau urðu nú að búa að sínu. Petta gerði það að verkum að ein tunga varð nú ráðandi meðal hinna mörgu þjóðflokka frá Eystrasaltsströndum og norður að Dumbshafi. Á hinum elztu rúnaletrunum má þegar sjá spor nor- rænna málseinkenna (»frumnorrænu«). Og sú framþróun heldur áfram með svo skjótum fetum að undrum sætir, og þá ekki síður hitt, að helztu málbreytingarnar komast samtímis á hjá öllum norrænum þjóðflokkum. Pannig skapast hin afareinkennilega »nor- ræna« víkingaaldarinnar með sínum mörgu béygingum og þungu hljóðsamböndum. En það voru líka í mörgum öðrum efnum merkilegir tímar, þessar aldir, þegar Norðurlandabúinn missir tök á sambandinu út á við og fer því að snúa sér inn á við. Áður hafði hann setið sem áhorfandi og séð hvernig rómversk menning ruddi sér braut til germönsku þjóðanna; en nú er tjaldið fallið og hann stendur nú um hríð utan við hina merkilegu viðburði, sem voru að gerast með frændþjóðunum, er þær tóku kristni og löguðu sig eftir nýjum menningarstraumum. Hann verður að sumu leyti aftur ruddi (»barbar«). Úr tígulega höfðingjanum í rómtízku búningi verður síðskeggjaður víkingur, í stað málfáða brandsins kemur þunglama- legt járnsverð eða öxartröll; hann vill ekki hvíla í líkkistu að hætti Suðurþjóða, en verpir haug yfir hinn dána, eins og forfeður hans á löngu liðnum öldum. Hann er eins og söguhetjan unga, Sinfjötli, sem sendur er tíu vetra á skóga til að lifa þar í úlfsham; með því móti einu getur hann harðnað nægilega til að drýgja þær dáðir, sem til er ætlast. Á sömu lund verður Norðurlandabúinn nú að snúa sér að þeirri hörðu náttúru, er hann á við að búa: hann þreytir afl við Ægi (hafið), veiðir sel, hval, síld og þorsk,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.