Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 31
3i aftur virðist aðdáunin fyrir þrotlausu þolgæði ekki síður hafa þró- ast hjá þjóðflokkum á norðurhjaranum, sem áttu í sífeldri baráttu við náttúruöflin á sjó og landi. Pað er harðneskjubragur á fólk- inu; það er fámælt og þrekmikið. Peir eiginleikar, sem mest ber á og mesta aðdáun vekja, eru viljaþrek, mannvit og taumhald á tilfinningum sínum. »Danir geta hvorki grátið yfir syndum sínum né yfir látnum ástvinum«, segir í elztu lýsingunni á Norðurlöndum eftir kristinn mann. En þó vér þannig tölum um Norðurlandabúa sem eina heild með sameiginlegum einkennum, þó hefir þó margt verið ólíkt með þeim og sjálfsagt fleira en fornrit vor taka fram. Kynbragurinn virðist jafnvel enn þá benda á, að þeir séu ekki allir af sömu rót runnir, heldur af ólíku kyni; og fyrir einu eða tveimur þúsundum ára hljóta þessar andstæður að hafa verið miklu skarpari en nú. Peir fræbimenn hafa því líklega rétt fyrir sér, sem álíta þá aðallega runna af tveimur afarólíkum ættum. Er annar kynbragurinn sá, að menn eru miklir vexti, rjóðir, bláeygir, oft ljóshærðir, lang- leitir og með langdregna|höfuðkúpu; hinn kynbragurinn er aftur, að menn eru lágir vexti, oft svart- eða dökkhærðir, móeygir, skolbrúnir, breiðleitir og með stutta höfuðkúpu og kúpt enni. Langkýpingarnir (Langskaller) halda sér lengst upp í sveitunum meðal bænda — og við þá eigum vér, er vér tölum um snorrænan kynbrag«. Skammkýpingarnir (Kortskaller) eru einkum við sjávar- síðuna, þannig nálega á ailri vesturströnd Noregs og í Danmörku mest á eyjunum. Að fornmenn tóku sjálfir eftir þessum tvenns- konar kynbrag má sjá af Rígsþulu, því þar hafa jarlssonurinn og bóndasonurinn bleikt hár, bjartar kinnar og ötul augu, en þræll- inn er aftur »svartur« og með »fúlligt« (o: breitt) andlit. En greining drotna og þræla og mismunur í litarhætti fer þó ekki ,ætíð saman. Sögurnar sýna, að mörg af helztu einkennum skamm- kýpinga gátu fundist í höfðingjaættunum. Hér er því frekar að ræða um eldgamlar kynandstæður. Langkýpingarnir eru bænda- þjóðin af arisku kyni, er ryður sér braut til hinna opnu skóglenda, þar sem reka má akuryrkju og kvikfjárrækt; skammkýpingarnir samsvara aftur að meira eða minna leyti hinni eldri veiði- og fiskiþjóð, sem hefir haldist óblönduð á einstökum útkjálkum, en hafa annars sem þrælar eða skuldalið runnið saman við ariska kynið. Svo er að sjá sem vissir sálarhæfileikar hafi verið samfara

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.