Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 32
32 hvorum kynbragnum. Langkýpingurinn hefir greind og viljaþrek. Honum fatast sjaldan jafnvægið; hann er framsýnn og snarráður og lætur ekki trúar- eða listahreyfingar fara með sig í gönur. Nautnir hans eru skilvitlegar og ekki margbrotnar. Hann getur þegar því er að skifta lagt mikið á sig, en ann líka langri vetrar- hvíld og nautn matar og drykkjar í ríkum mæli. Skammkýping- urinn er fremur erjumaður, hefir mikið vinnuþol, en er lítilsigldur í hugsunarhætti, verður ráðalaus, ef eitthvað óvænt kemur fyrir, og heldur með þrákelkni fast við gamlan sveitasið; hann á því erfitt með að binda hug sinn við mikilvæg félagsmál eða finna ráð, sem djúpt þurfa að standa, þó hann hins vegar eigi hægt með að skilja og athuga. Hann hefir tilhneiging til öfundsýki, þunglyndis, heilabrota og trúarhita, og hefir skáldskapar- og söng- listar-hæfileika. Hann er því tilfinninga- og skapbrigðamaður, en þó með ýmist dökkari eða bjartari undirlit í hinum ýmsu bygða- lögum Norðurlanda. Kynbragur langkýpingsins samkvæmt lýsingu almúgafræðinga vorra tíma kemur merkilega vel heim við lýsingu erlendra höfunda á Norðurlandabúum á víkingaöldinni, er brutust þúsundum saman inn í fjarlæg lönd sem víkingar eða kaupmenn og létu greipar sópa um auðæfi þeirra. Og þetta kemur líka að mestu leyti heim við það, sem fornmenn skoðuðu sem fyrirmynd. Og einmitt af því einn einstakur þjóðflokkur — líklega gamli arisk-gotneski kjarninn í þjóðinni — hefir sett sitt mót á alt lífið eða að minsta kosti gert sitt eigið eðli að fyrirmynd, þá er eins konar hefðar- og valdasvipur yfir henni. Kynbrag skammkýpingsins skoðuðu fornmenn aftur sem þrælakyn; hærri metum náði hann ekki hjá þeim. En þó þessi kynbragsmunur ætti sér stað, virðist hann þó við lok fornaldarinnar ekki skapa neinar andstæður í þjóðernistil- finning né afstöðu til landsmála. I kyrþey hefir hans þó sjálfsagt gætt nokkuð, og þessi sameining og samblöndun fjarskyldra sálar- hæfileika gat orðið undirrót að mörgu og miklu í framtíðinni. Annars var margt fleira harla ólíkt með hinum fornu Norður- landabúum, þó tungan væri ein og söm. Danskir sléttubúar stóðu þar andspænis fjallvönum Norðmönnum, uppsveitabúar eins og t. d. Gautar og Upplendingar í Noregi andspænis Vestlendingum og Dönum. Annars vegar stóð bygð í fornri og fullri rækt, heimahagar danska bóndans, þar sem dysjar og kuml hreyktu sér á akrinum, en hins vegar, eins og í Noregi, stórskorin náttúra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.