Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 40
4o Mér finst líklegra, að »seinni plágan« hafi verið Pest fremur en nokkur önnur veiki, af þeim ástæðum sem ég nú skal greina. Það er aðeins um einn sjúkdóm að ræða, sem getur komið til tals um, að hafi gengið yfir með jafn miklu manntjóni á þessum tíma, annar en Pestin, og það er Enski svitinn (sudor anglicus eða the sweating sickness), og skulum vér því athuga hann dálítið nánar. Enski svitinn1 er sjúkdómur, sem vér aðeins þekkjum frá sögu- tímabilinu 1486—1551. Þá kemur þessi veiki alt í einu fram á sjónar- sviðið, eins og skollinn úr sauðarlegg, án þess nokkurn tíma hafi til hennar spurst fyr né síðar. Eins og nafnið bendir á, kom hún upp á Englandi og var að mestu leyti bundin við þetta land. »Svitinn« hófst í Rósastríðinu 1486 og gekk yfir alt England á 4 mánuðum. Hann var ákaflega mannskæður og svo bráðdrepandi, að sagt er að vart hafi hundraðasti hluti sjúklinganna lifað hann af, en eigi virðast jafnmargir hafa sýkst af honum og Pestinni. Eftir 4 mánuði var þessi faraldur um garð genginn, og til hans spyrst svo ekkert fyr en 1507. Þá gýs hann aftur upp og gengur aftur á einu misseri yfir alt England, en töluvert vægari en áður. í þriðja sinn gekk Svitinn 1518 og var þá jafnvel skæðari en í fyrsta skifti. Allar þessar þrjár farsóttir gengu aðeins yfir England og breiddust eigi tií annarra landa, ekki einu sinni til Skotlands né Irlands, og er það mjög eftirtektarvert. f*að var fyrst er veikin gekk í fjórða sinn 1529, að hún breiddist til annarra landa og óð yfir allan norðurhluta Evrópu. 1 síðasta sinn sýndi Svit- inn sig á Englandi 1551, fremur vægur, og breiddist eigi út, en síðan hefur aldrei til hans spurst frekar. Svitaveikin var mjög einkennileg. Hún byrjaði með snöggri köldu, sem brátt snerist í ákafan hita, og sló þá megnum og daunillum svita út um allan líkamann, en þar á eftir sótti á menn svefnmók og máttleysi. Sumir dóu eftir 2—3 klukkustundir, einkum ef svitinn gat eigi brotist út. Ennfremur fylgdi oft hjartsláttur, hræðsla, verkir í útlimum og maganum. Þeir sem lifðu veikina þjáðust lengi á eftir af hjartveiki. Menn komust smátt og smátt upp á að lækna sig með því að dúða sig vel í rekkjuvoðum og hjálpa svitanum til að brjótast út. Stundum voru sjúklingarnir saumaðir inn í rúmfötin eins og í poka. Margir læknar eru þeirrar skoðunar, að »Enski svitinn« hafi verið eins konar skæð »In- flúenza«, því einkennin eru í mörgu lík; aðrir halda að það hafi verið sjúkdómur, sem enn þekkist og Frakkar kalla »suette miléaire«, en sem nú er mjög vægur. Pestin og Enski svitinn eiga eigi sammerkt að öðru en því, að hvorttveggja eru megnir hitasjúkdómar, ákaflega mannskæðir, en að öðru leyti eru þeir harla ólíkir, enda virðast menn hvergi hafa blandað þeim saman og vilzt á þeim. Hvar sem »Enski svitinn« kom, tóku menn eftir aðaleinkennum hans, þessum voða-svita, og öllum kom saman um, að nefna hann sama nafni. Það sýnist því vera næsta undarlegt, að enginn skyldi veita því eftirtekt hér á landi, ef seinni plágan hefði verið »Enski svitinn«. 1 Sjá Haeser: Geschichte der epidemischen Krankheiten, bls. 326 o. s. frv., og Mansa: Folkesygdommenes Historie i Danmark, bls. 140—142.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.