Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 41

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 41
4i En það sem mér finst aðallega mæla á móti því, að þessi sjúk- dómur hafi borist hingað til landsins 1494 eða um það bil, er, að þá var hvergi neitt faraldur af veikinni, hvorki á Englandi né annarstaðar, eftir því sem sagan segir. Og hefði nú máske verið einhver lítilsháttar brögð að henni einhverstaðar á Englandi, hvers vegna breiddist hún þá ekkert út þar, né heldur til landa, sem lágu nær og voru í fjörugra sambandi við Bretland en ísland? Það ganga þrjár skæðar farsóttir af Svitanum yfir alt England, sem komast hvorki til Skotlands né írlands og því síður til meginlands Evrópu. Því ólíklegra finst mér að hún hafi gert krók á leið sína og farið tii íslands. Veikin virðist hafa þurft einhverjar sérlega hagfeldar ástæður til að geta breiðst út. Það var fyrst er hún gekk í fjórða sinn, að henni tókst að komast út fyrir landamæri Englands, og breiðast út um Evrópu norðanverða. Því kom hún ekki þá til íslands? Alt bendir á að þessi sótt hafi verið þess eðlis, eins og ýmsar aðrar, að hún hafi haft mjög stuttan undirbúningstíma; en þess konar sóttir eiga mjög erfitt með að berast til fjarlægra landa nema því aðeins, að sam- göngur séu mjög tíðar og fljótar. A langri leið deyja annaðhvort sjúkl- ingarnir eða batnar áður en að landi er komið, þegar um skjóta og skæða veiki er að ræða, og þess vegna minni líkur, að þeir sýki frá sér; ennfremur er sjaldgæft að skip með sjúklinga leggi til hafs langa sjóleið, heldur leita þau til næstu hafna. Um Pestina vitum vér hins vegar að hún gjörði vart við sig hér og hvar í Evrópu allan þennan tíma, og á Englandi er sagt að hún hafi aldrei útsloknað til fulls alla fimtándu öldina.1 Jón Thorsteinsson land- læknir getur þess í ritgjörð sinni um farsóttir á Islandi, sem hann hefur skrifað í Memoires de l’academie royale T. VIII. p. 26—55 (tilfært í Schleisner: Island fra lægevidenskabeligt Standpunkt), að Pestin hafi gengið í Shropshire á Englandi um sama leyti og seinni plágan gekk, en ekki hefi ég getað fundið heimildir Thorsteinssons fyrir því. Hafi þessi drepsótt — sem ólíklegt er — fluzt til landsins í klæði,2 eins og annálarnir segja, þá væri það fremur hugsanlegt um Pest en Enska svitann, því kunnugt er að pestarsóttnæmið getur fluzt milli landa í hinum og þessum vörum, en ekki getur sagan um nein slík dæmi um Enska svitann; þvert á móti halda sumir sagnaritarar því fram, að Svit- inn hafi eigi verið næm veiki (sbr. Haeser) Eg vil ekki þverneita þeim möguleika, að »seinni plágan« hafi verið Enski svitinn. Eins og hann gat gosið upp á Englandi, án þess nokkur vissi, hvaðan hann kæmi og hvert hann fór, hvers vegna gat hann ekki eins þotið alt í einu upp á íslandi og breiðst út? Hvernig myndast sóttir upprunalega? Hvernig verða sóttkveikjurnar upphaflega til? Þetta eru spurningar, sem enginn getur enn þá svarað, en sem öllum er forvitni á að fá vitneskju um. En hvað sem öllum getgátum líður, finst mér fleiri líkur benda til þess, að »seinni plágan« hafi verið Pest, heldur en Enski svitinn, og ég vil að endingu geta þess, að bæði Sjá Encyklopedia Britannica undir »plaque«. Safn til sögu íslands Kbh. 1856, bls. 43.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.