Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 43
43
Pegar l’yrnar komu út í fyrra sinni, flugu þeir út á örstuttum
tíma. I’að sýnir öllu öðru betur, hve kvæði hans náðu fljótt lýð-
hylli á Islandi.
En hvað ollif Var það efnið eða búningurinn? Efalaust
hvorttveggja.
Pess voru víst ekki dæmi með þjóð vorri, að jafn heiftúðugar
og harðsnúnar árásir væru gerðar á guðs og manna lög sem í
kvæðum hans. Kirkjuverðir og þjóðfélagsstoðir gátu ekki þagað
við þeim. Pau vóru svo úr garði ger að list og krafti. Kurr
þeirra, mögl og nöldur jók á þeim umtal og eftirtekt, bæði í
blöðum og manna í milli. Ungir og frjálslyndir mentamenn unnu
þeim fyrir róttæki þeirra og byltingahug. »Einkum þótti fjölda
okkar (o: stúdenta) vænt um þau fyrir það, hve hvasslega hann
réðist á hjátrú og hleypidóma«, segir Porsteinn Gíslason í Óðni
(I. 6). Efnið hefir því átt nokkurn hlut í að ryðja kvæðum hans
til rúms.
En það eitt var ekki ærið til að afla þeim svo almennrar
þjóðhylli. Eg hefi það fyrir satt, að blaðstjórum og tímaritaút-
gefendum þyki lítill búhnykkur í að skjóta skjólshúsi yfir vantrúar-
greinir á blaðsíðum sínum. Af því má ráða, að kaupendum þeirra
er ekki mikið gefið um slíkan varning. Kvæði Porsteins hafa því
ekki komist, að kalla má, í hvers manns hug, sakir árása þeirra
á trú og þjóðfélagsskipun. Að vísu eru þau um miklu fleira en
þess konar efni. En þau kvæði hans, sum lífsádeiluljóð hans að
minsta kosti, eru svo vitur og þrungin að efni, að það fá ekki
nema mentamenn metið gildi þeirra, þeir einir notið þeirra.
Ekkert skáld verður lýðkært af slíkum skáldskap, Porsteinn ekki
fremur en önnur.
í>á er ekki öðru til að dreifa en búningnum. Hann hefir riðið
baggamuninn og mest og bezt fengið Þorsteini hylli og vináttu
allra íslenzkra ljóðavina meðal alþýðumanna.
Pað hefir sjálfsagt verið tekið fram þúsund sinnum eða oftar,
að Islendingar hefðu miklar mætur á lipru og dýru rími — og er
það hverju orði sannara. Búningurinn hefir löngum borið efnið
ofurliði í íslenzkum kveðskap, honum til mesta tjóns. Það hefir
leikið orð á því um íslendinga, að þeir væri ekki vöruvandir,
hirðulausir um alla verkun á þeim. Svipað hefir brunnið við í
sumum greinum bókmentanna, bæði að fornu og nýju, einkum í
kveðskapnum. Par hefir alt orðið að þoka fyrir dýrum bragar-