Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 51
5i
er báðu sér ölmusu. Höfðingjarnir lifðu í sukki og svalli, gerðu
veizlur miklar og leystu hvern annan út úr hverju boði með dýr-
indisgjöfum. Má hér minna á erfið, er þeir synir Hjalta á Hofi
gerðu eftir föður sinn og næstum hálft annað þúsand manna sátu
— »ok voru allir virðingamenn með gjöfum brott leiddir«, segir
Landnáma. Pá má og drepa á erfið, er Ólafur pá drakk eftir
föður sinn og miklu fleira. Pessar frásagnir af hátterni höfðingj-
anna og ákvæði laganna um ölmusubænir öreiganna virðast sýna,
að munurinn á efnahag manna hafi verið miklu meiri á þeim
dögum. Pað er víst lítil ástæða til að harma horfnar tíðir að þvf
leyti. Pað er og einkennilegt, að hann, jafnaðarmaðurinn, syngur
Vestmönnum svo háróma lofsöng. Hvar er auðvaldið ægilegra í
víðum heimi en í ríki auðjarlanna vestrænu, þeirra Rodrefellers og
félaga hans ? Og litlar líkur eru til, að þær bárur fari veltandi að
vestan, er steypi stoðum og stöllum þjóðfélaga Norðurálfunnar til
neðstu grunna eða það neistaflug berist þaðan, er kveiki í musteris-
turnunum, svo að þau brenni til kaldra kola og nýjar og veglegar
hallir rísi í staðinn.1
Og hitinn hefir spilt skáldskap hans, sem minst var á áðan.
Hann hefir orðið myndminni en ella. Gáum að kvæðinu ,»Á spí-
talanum«. Par sést það bezt, hvernig hann skemmir kvæði hans.
Par er frásögn af lífinu á spítalanum, nokkuð langdregin að vísu,
en það er samt mynd. Vér sjáum Pétur, er hann vökvar leiðið
úti í garðinum og liggur banaleguna. En vér sjáum ekki eins vel
óttann og skelfinguna, er gagntekur hann á síðustu stundu, og það
sést alls ekki, að það sé hræðslan við kvalir og logbranda Hel-
vítis, er hann pínist af. Pað segir Porsteinn oss, en það var ein-
mitt það, sem þurfti og átti að sýna. Hann er svo reiður, að
hann missir pentvöndulinn og þrumar af öllu afli gegn þeirri
trúarkreddu, er átti sök á þeim hörmungum, er hann ætlaði að
sýna. Lítum aftur á »Orlög guðanna«. Paö er að vísu af-
bragðskvæði — snjallara kvæði naumast verið ort á íslenzku
máli. En það má að minsta kosti ekki svæsnara vera, í fyrra
helmingi þess, svo að það óprýði ekki svo fjörugt og ferðmikið
kvæði. En þegar hann er lokinn við Ólaf Tryggvason, þetta
glæsilega, en grimmlynda mikilmenni, sem hann syngur heift-
1 »Mundi höf. hafa ort það kvæði nokkuð öðruvísi nii« (1895) segir Þorsteinn
Gíslason í Eimreiðinni I. bls. 124.
4: