Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 58
53 ast mætti af með skemra mál um sama efni. En flestum ís- lenzkum skáldum hættir til hins sama. En ég veit ekki hvað efni er, ef það er ekki framfarastríð mannfélagsins, stéttabarátta og þjóðfélagsbyltingar, »öriög guðanna«, trúin og afleiðingar hennar, alt erfiðustu og víðtækustu viðfangsefni nútímans og auk þess að mestu ný í íslenzkum bókmentum. Lítum a kvæðið »Myndina«. Pað er »mynd« af »eilifri viðleitni« mannsandans og hvíldarleysi hans. Vonirnar, hugsjónirnar brosa við huga vorum á morgni lífsins, er fjörið funar í æðum og aflið þýtur í hverri taug. Pér sýndist draumlönd gæfu þinnar og hugsjóna vera rétt framutidan, en þau voru ekki þar, er þú áttir þeirra von. Og svona gengur koll af kolli. Markið færist eins hratt undan og þig ber yfir, eins og brún sjónarhringsins. Forfeður vorir í heiðnum sið hafa rent grun í þetta milda lögmál. Við þetta á frásögnin í goðafræöinni nor- rænu af kapphlaupi Huga og Pjálfa. — Það má, að minsta kosti, þýða hana þannig. Hugi er mannshugurinn, hugsjónirnar, vonirnar. en Pjálfi kraftarnir, sem renna eiga kapphlaup við þær, fullnægja þörfum vorum og þrám, en fá aldrei gert það til fulls. Hugi þreytir alt af skeið við Pjálfa og er alt af fljótari. — »Er Pjálfa eigi vænt at þreyta skjótfæri við hann«. En mistu samt aldrei sjónar á markinul »Stanzaðu aldrei, þótt stefnan sé vönd!« Áfram, áfram, alt af áfram! Ekkert hik og aldrei hvíld! Peir einir kom- ast upp á hæsta tindinn, o: komast lengst, hafa mest upp úr lífinu, sem festa hugann alt af við markið, dreifa ekki kröftunum frá því og flökta ekki til og frá, en halda jafnt og þétt í sama horfið. Er þetta ekki efni? Eru mörg kvæði efnismeiri á íslenzku? Og mætti lengi halda áfram. Hafa menn t. d. tekið eftir »Árgalanum«, íburðarlausum skopvísum um hana einn, er orgar og galar með þeim feiknum, að góðir menn fá eigi sofið fyrir látum hans og góli, sér til mestu skapraunar. Hver er þessi horngrýtis hani, sem vekur svefnþurfa fólk af ljúfum draumum og værum blundi ? Hann er menn morgunroðans, höfundar nýrra hugsana og tnerkis- berar þeirra, foringjarnir, sem hann segir um í »Brautinni«, að laugað hafi klappir fjallanna blóði sínu, af því að værugirni og seinlæti fjöldans reiddist hergný þeirra og lögeggjan. Petta er gömul saga, er löngum hefir verið skáldunum Ijúft yrkisefni. Steingrímur hefir ort um það vísur, er hann kallar »Veg sann- leikans«. I Tímariti Bókmentafélagsins 1902 er saga eftir Rudyard Kipling, »Hvíti selurinn«, um sama efni, vel þýdd af Helga Péturs-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.