Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 58
53 ast mætti af með skemra mál um sama efni. En flestum ís- lenzkum skáldum hættir til hins sama. En ég veit ekki hvað efni er, ef það er ekki framfarastríð mannfélagsins, stéttabarátta og þjóðfélagsbyltingar, »öriög guðanna«, trúin og afleiðingar hennar, alt erfiðustu og víðtækustu viðfangsefni nútímans og auk þess að mestu ný í íslenzkum bókmentum. Lítum a kvæðið »Myndina«. Pað er »mynd« af »eilifri viðleitni« mannsandans og hvíldarleysi hans. Vonirnar, hugsjónirnar brosa við huga vorum á morgni lífsins, er fjörið funar í æðum og aflið þýtur í hverri taug. Pér sýndist draumlönd gæfu þinnar og hugsjóna vera rétt framutidan, en þau voru ekki þar, er þú áttir þeirra von. Og svona gengur koll af kolli. Markið færist eins hratt undan og þig ber yfir, eins og brún sjónarhringsins. Forfeður vorir í heiðnum sið hafa rent grun í þetta milda lögmál. Við þetta á frásögnin í goðafræöinni nor- rænu af kapphlaupi Huga og Pjálfa. — Það má, að minsta kosti, þýða hana þannig. Hugi er mannshugurinn, hugsjónirnar, vonirnar. en Pjálfi kraftarnir, sem renna eiga kapphlaup við þær, fullnægja þörfum vorum og þrám, en fá aldrei gert það til fulls. Hugi þreytir alt af skeið við Pjálfa og er alt af fljótari. — »Er Pjálfa eigi vænt at þreyta skjótfæri við hann«. En mistu samt aldrei sjónar á markinul »Stanzaðu aldrei, þótt stefnan sé vönd!« Áfram, áfram, alt af áfram! Ekkert hik og aldrei hvíld! Peir einir kom- ast upp á hæsta tindinn, o: komast lengst, hafa mest upp úr lífinu, sem festa hugann alt af við markið, dreifa ekki kröftunum frá því og flökta ekki til og frá, en halda jafnt og þétt í sama horfið. Er þetta ekki efni? Eru mörg kvæði efnismeiri á íslenzku? Og mætti lengi halda áfram. Hafa menn t. d. tekið eftir »Árgalanum«, íburðarlausum skopvísum um hana einn, er orgar og galar með þeim feiknum, að góðir menn fá eigi sofið fyrir látum hans og góli, sér til mestu skapraunar. Hver er þessi horngrýtis hani, sem vekur svefnþurfa fólk af ljúfum draumum og værum blundi ? Hann er menn morgunroðans, höfundar nýrra hugsana og tnerkis- berar þeirra, foringjarnir, sem hann segir um í »Brautinni«, að laugað hafi klappir fjallanna blóði sínu, af því að værugirni og seinlæti fjöldans reiddist hergný þeirra og lögeggjan. Petta er gömul saga, er löngum hefir verið skáldunum Ijúft yrkisefni. Steingrímur hefir ort um það vísur, er hann kallar »Veg sann- leikans«. I Tímariti Bókmentafélagsins 1902 er saga eftir Rudyard Kipling, »Hvíti selurinn«, um sama efni, vel þýdd af Helga Péturs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.