Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 66
66 liggur ætíð bak við orðin hjá honum, þegar kvæði hans eru krufin til mergjar. Ég ætla að honum verði skipað hátt sæti meðal íslenzkra skálda, þegar pólitík og embættisannir lúta í lægra haldi hjá honum, »vængirnir (eru) vaxnir og fleygir«, og skáldgáfa hans fær að njóta sín. J.St. ÁRAMÓT. Winnipeg 1906. Þar eru fyrst fundagjörðir frá síðasta kirkjuþingi landa þar vestra, og skal hér eigi fjölyrt um efni þeirra. þá ræða sú, er flutt var við þingbyrjun, og svo kemur fyrirlestur um íslenzka óbilgirni, eftir séra Björn B. Jónsson, og varð mér starsýnt á hann. Höfundurinn finnur sárt til þess, hve löndum kemur illa saman, og vill að það lagist, og er það lofsvert, en honum tekst sumstaðar miður eri skyldi. Hann nefnir frelsis- þrá og óbilgirni forfeðra vorra í sömu andránni, og er það rétt. En þótt hann trúi fast á erfðir, verðúr honum ekki að vegi að minnast á hið fyr- talda, er hann tekur að hrakyrða íslendinga þá, er nú lifa, fyrir óbil- girni þeirra. Éað er einmitt hin sterka og viðkvæma frelsis- og réttar- kend hvers einstaklings, sem var og er aðaleinkenni þjóðar vorrar. Óbilgirnin íslenzka er ekki annað en ranghverfan á þessari kend, sem út er snúið, þá er misjöfnu mætir. Hana sér höf., en eigi rétthverfuna, sem oss er sómi að. Éá fer hann hörðum orðum um blaðamensku heima, og er svo að heyra, sem þar stingi mjög í stúf við það, er hann kallar »hina nýju amerísku menningu«. Þetta er að sjá flísina í auga bróður síns o. s. frv. í Fjallk. þ. 10. og 22. des. síðastl. ár eru tínd til slík ókvæðisorð úr ísl. blöðum vestra, að varla eru þau eftir hafandi. Það er því rétt hjá höf., að viðsjárvert væri það löndum vestra, að banna börnum sínum að lesa heimablöðin, því að þá yrðu þeir að banna þeim sín blöð — ekki síður. Jón Ólafsson er eini íslenzki ritstjórinn austan hafs, sá er mér þykir hrakorður, svo að orð sé á gerandi, enda fékst hann lengi við blaðamensku þar vestra. Höf. talar um guðleysi manns nokkurs, og getur þess um leið, að hann sé launaður af Iandssjóði til þess, að yrkja ljóð. Hví gjörir hann það ? Þykir honum það eigi við eiga, að þingið meti að verðleikum ljóðgjörð hans, hverrar trúar sem hann er? í Ame- ríku er þó trúfrelsi enn þá víðtækara en heima. Loks er »Sókn og vörn*, fyrirlestur eftir séra Kristinn K. Ólafsson. Hann er þann veg kristinn, að hann vill »mæla menninguna eftir mælikvarða kristindómsins«, en eigi »kristindóminn eftir mælikvarða menningarinnar«, og þarf þá ekki lengur vitnanna við. Éað er með öðrum orðum íhaldsstefnan (sem höf. kallar) eða bókstafstrúin, sem svo er nefnd, sem hér er haldið fram. Ekki er það rétt hjá höf., að tala trúboða meðal heiðingja sé áreiðan- legt merki þess, hvernig kristindóminum líður. Fyrst og fremst getur höf. þess eigi, hvernig þeim verði ágengt, og svo stoðaði það lítt, að vinna ný lönd, ef meira tapast af hinum eldri, en sem því svarar. Ég veit eigi hvort því er svo varið, en um það hefði höf. átt að fræða lesendurna. Málið á bók þessari er allvíða gallað, og þó má sjá þess merki, að höfundarnir hafa víða reynt að vanda sig. En það mun vera við ramman reip að draga, að halda málinu óspiltu í Vesturheimi. Að vísu er þar varla jafnhætt við dönskuslettum, sem annarstaðar, en þó eru í

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.