Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 69

Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 69
69 Heklu); 117: nóglegt úrval (nóg eða nægilegt úrval); 124: Thora (ekki til sem ís- lenzkt nafn; á íslenzku í>óra); 127: vestafari (vesturfari = Ameríkufari, en »Aus- wanderer« = útflytjandi): 130: kvennakjóll (kvennkjóll); fylgjamaður (fylgdarmaður); Í34 og 198: saumanál (saumnál); 136: ríðahestur (reiðhestur); 137: sparikassi (danska, ísl. sparisjóður, rétt 204); 140: sigaretta (danska, ísl. vindlingur); 144: ol- inn (alinn); 147: aumingur (aumingi); 156: duldinn (dulinn, sbr. 59); í>jóðverjaland, þjóðverskur (mætti falla burt; allir segja: í’ýzkaland, þýzkur, sbr. 220). í>á koma loks nokkrar þýðingarvillur: Bls. 83: heppinn (þýðir ekki »froh«, heldur »glucklich«); 85: »Es liegt mir sehr viel daran« þýðir ekki: mér liggur mjög á því, heldur: mér ríður mjög á því; aftur er »liggja á« rétt þýtt á bls. 123; 108: »geputzt« er ekki rétt þýtt með »hreinir«, heldur »burstaðir« (gæti verið »hreinsaðir«, en hitt almennast); 119: »Buchhandlung« þýðir ekki »bókhlaða«, heldur bókverzlun, bóksölubúð (rétt 128: bókhlaða = »Bib- liothek); 128: »Dáne« er ekki »danskur« á íslenzku, heldur »Dani« ; 131: xgestern« er ekki rétt þýtt með »gærdagur«, heldur »í gær« eða »ígærdag«; 134: »Magazin« þýðir ekki »skemma« (því síður »snemma«, prentv.), heldur »forðabúr, birgðahús, sölubúð« (skemma = »Packkammer, Packhaus«); 135: »Redaktion« þýðir ekki »skrifstofa« (= »Kontor«), heldur »ritstjórn eða ritstjórnarskrifstofa«. A einstöku stað hefir fornmálið vilt fyrir höfundinum, t. d. bls. 83: þykkir (þykir) og 131: sauðamaður (smali, smalamaður, fjármaður). í leiðréttingunum aftan við bókina er »auglýsingunni, drotningunni« leiðrétt í »auglýsinginni, drotninginni«; en það er einmitt réttara, sem í sjálfri bókinni stendur, svo þessi leiðrétting hefði mátt missa sig. En þrátt fyrir þessa mörgu galla er bókin samt mikilla þakka verð og getur sjálfsagt orðið mörgum þýzkum íslandsfara að miklu liði. V G DR. HENRY LABONNE: SALVÖR. NOUVELLE ISLANDAISE. París 1906. Höf. segir að þetta sé fyrsta skáldsagan á frönsku, sem fer fram á íslandi. Hún fer fram í byrjun 18. aldar. Útilegumenn taka Salvöru heim til sín á grasafjalli. íslenzkur prestur er gerður útlægur á alþingi, kærður fyrir að hafa myrt Englending til fjár, og er öllu réttarfarinu lýst nákvæmlega eins og það var til forna. Fór hann með konu sinni upp í Ódáðahraun og bjó þar með útilegumönnum. Sonur hans kvongaðist Salvöru. En Englendingurinn sat í varðhaldi um borð á algiersku ræn- ingjaskipi og var leystur út, svo séra Sigurður, presturinn, gat horfið aftur til bygða. Alt fór því vel á endanum. En því segir höfundur að blanda þýði nýmjólk og því kallar hann konu Eng- lendingsins Miss Burn? Og því lætur hann ekki söguna fara fram á þjóðveldis- tímanum ? í>riú lagleg kvæði um ísland eru aftan við bókina, sem er rituð af hlýjum hug til okkar, þó höf. sé ekki annar eins skáldsnillingur og Pierre Loti (Julien Viaud), sem ritaði »Pécheur d’Islande«. y. St. FINNUR JÓNSSON: NORDENS FREMMEDFORBINDELSER I VIKINGE- TIDEN. (Sérpr. úr »Nordisk Tidskrift for Filologi«. 1906). í ritdómi sínum um bækur Alexanders Bugges leiðir Finnur Jónsson hesta sína saman við hann. Bugge ætlar, að samgöngur milli Norðurlanda og brezku eyjanna séu miklu eldri en sögur segja. Að Hjaltland hafi verið bygt af Norðmönnum löngu fyrir 800 ræður hann af því, að staðanöfn samsett með -vin og -heimr eru

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.