Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 70
70 almenn þar, en Norðmenn sjálfir voru hættir fyrir 800 að mynda staðnöfn úr þessum orðum. Nú segir próf. Finnur, að Baldrsheimr, Meðalheimr, Sólheimar og Vindheimar á íslandi séu nöfn frá landnámstímanum, og að vin-ey komi fyrir hjá Braga unt Sjáland. Ræður hann af þessu orði, að vin sé alment (spillevende) á fyrri hluta 9. aldar. Þykir oss það engin sönnun fyrir því, þó orðið komi fyrir einu sinni hjá Braga, í skáldskap. Oss finnast heldur ekki hjaltlenzku vin-nöfnin vera öðruvísi mynduð en hin norsku, eins og Finnur segir. Finnur neitar, að Norðurlandabúar hafi getað orðið fyrir andlegum áhrifum frá írum og Engilsöxum fyr en eftir eina eða tvær aldir, þ. e. á 11. öld. ÍY) einstaka maður, eins og Ólafur pá, lærði írsku, þá var langt frá því, að þeir gætu lesið bækur. Er þar mikið djúp milli skoðana hans og Bugges á þessu. Bugge sýnir, að miklu fleiri landnámsmenn íslands komu vestan um haf en Finnur heldur, sem telur alla þá, sem ekki er um getið hvaðan komu, vera komna beint frá Noregi. Um suma þeirra sést af öðrum sögum, að þeir komu frá Vestureyjum. Paðan komu flestir stórhöfðingjarnir með fjölmennu skylduliði. Einn slíkur höfðingi er á við fimm eða tíu meðal-landnámsmenn, einkum þegar þess er gætt, að hann hafði langt um fleira fólk' með sér en aðrir. Finnur segir, að auknefnið gufa (Ketill gufa) muni ekki vera keltneska orðið goba, smiður, en benda á skap mannsins (»hann er mesta gufa«); lfka að auknefnið kellir sé leitt af kollur, en ekki írska orðið caille. Hið mikla rit A. Bugge um vestræn áhrif á Norðurlönd hefur marga kosti, og margt nýtt er þar, t. d. um elztu peninga, sem Norðurlandabúar létu mynta á hinum brezku eyjum. Finnur mun eiga eftir að rita ýtarlega um það. J. St. JOHAN HJORT OG C. G. PETERSEN: KORT OVERSIGT OVER DE INTERNATIONALE FISKERIUNDERS0GELSERS RESULTATER, í »Skrifter udgivne af Kommissionen for Havunders0gelser« Nr. 3. (Þýtt úr »General Report: 1902—1904« published by the international Council for the Study of Sea). Khöfn I905- Bókin skiftist í þrjá aðalkafla. Fyrsti kaflinn er um útbreiðslu fiskitegundanna við ísland, Noreg, í Norðursjónum, við strendur Danmerkur og víðar. Annar kafl- inn er um veiðarfærin og veiðiaðferðir; þar eru og ýms dæmi tilfærð upp á niður- stöðu þá, sem rannsóknin hefur leitt til. Þriðji kaflinn er saga tegundanna. Höfin, sem um er rætt í bók þessari, eru talsvert breytileg með tilliti til dýptar, hita og seltu, en þetta þrent er næsta þýðingarmikið fyrir líf fiskanna. Það er því augljóst, að það sem fyrst þarf að gjöra, er að rannsaka ástand hafsins í alla staði vel og vandlega, þegar um fiskirannsókn er að ræða hvort heldur »praktiska« eða vísindalega, enda hefur það og verið gjört. Var það og því auðveldara, sem menn höfðu ýmsar eldri rannsóknir við að styðjast, er Danir, Norðmenn og Eng- lendingar höfðu framkvæmt áður. Eftir eðli og ástandi hafanna má skifta þeim í ákveðnar deildir: 1. Norðurdjúpið kalla þeir miðbik Norðurhafsins, en Norðurhaf kalla þeir hafið norður og vestur af Noregi. en austur frá Grænlandi og íslandi. Dýptin í Norðurdjúpinu er yfir 2000 metra og sumstaðar alt að því 3700 m. A 1000—3000 m. dýpi er seltan hér um bil jöfn á öllum árstímum (34,92°/00) eða breytist aðeins um 0,04°/00; hitinn er og mjög svipaður hvort heldur er um vetur eða sumar i,o° til -7" 1,2°). Með því að sjórinn í Norðurdjúpinu er svo breytingalaus, hafa menn álitið að þar væru litlir straumar. Menn halda og að kaldi sjórinn niðri í djúpinu stafi frá hafinu norður við Spitzbergen, því þar er sami hiti og sama selta á yfirborði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.