Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 71

Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 71
71 hafsins. í Norðurdjúpinu búa sömu fiskitegundirnar alla leið frá Hjaltlandsálnum og norður undir Spitzbergen. 2. Atlantsdjúpið sunnan við íslandshálsinn [íslandsháls köllum vér hálendið neðansjávar, er tengir saman Skotland, Færeyjar, ísland og Grænland] er mjög svo ólíkt Norðurdjúpinu. íslandshálsinn aðskilur Norðurhafið eða kalda sjóinn frá At- lantshafinu eða heita sjónum. Sjórinn í norðurhlíð hálsins er miklu kaldari, en stígur þó alt upp í o° á 450—600 m. dýpi. A sjálfum hryggnum er hiti sjávarins 2°—40, en í suðurhlíðinni er hiti sjávarins 6° niður að 700 m. dýpi. Eftir hitanum fer og dýralífið; fyrir norðan hálsinn eru tegundir köldu hafanna, en sunnan við hann tegundir heitu hafanna. Því er eins varið með Atlantshafið og Norðurhafið, að straumhreyfingar eru hverfandi í dýpinu, en hins vegar er efra borð sjávarins í báðum höfum niður að 700—800 m. dýpi miklum breytingum háð og þar eru straumar talsverðir; lífsskil- yrðin eru því fjölbreyttari yfirleitt í efstu sjávarlögunum. 3. Hallandinn frá strandgrunnum Norðurhafsins niður* í djúpið er eins konar svæði fyrir sig, og nær frá 200 metra dýpi niður að 600 metra dýpi, alla leið frá Spitzbergen til íslands og Norðursjávarins. Helztu nytjategundii- á þessu svæði eru: langa, keila, þorskur, flyðra, steinbítur, skata og stundum ýsa. í*ær halda sig mest ofantil á svæðinu þessar tegundir. Neðst, eða þar sem kaldi sjórinn tekur við, fer að bera á tegundum kalda sævarins. Ekki er þó jafnmikið af tegundum þessum alstaðar og mergðin er og breytileg eftir árstíðum. A svæði þessu eru sumstaðar dalir og hálsar á milli. í dölunum er leirbotn, en yfirborð hálsanna er úr möl eða smásteinum. Svo hefur mönnum reynst, að fiskisælla sé í dalahlíðunum eða á steinbotni, en í dölunum eða á leirbotninum. 4. í*á er svæðið fyrir ofan 200 metra dýpið. í*að er langþýðingarmest með tilliti tíl fiskiveiðanna, og einnig að því er snertir vísindalega rannsókn á lífi fiskanna. Svæði þetta er miklum breytingum undirorpið með tilliti til hita (og þá um leið seltu). Hin helztu fiskimið á þessu svæði eru: íslandsgrunnið, Færeyjagrunnið nyrðra og syðra, Norðursjórinn, Raumsdalsgrunnið og Lófótsgrunnið o. fl. Svæði þessu eða grunnsævinu frá o m. til 200 m. dýpis, má skifta í smærri deildir. 1. deildin er grunnsævið frá 60 m. til 200 m. dýpis. Helztu tegundirnar eru: langflúra, skrápkoli, stórkjafta og flyðruungviði, ýsa, þorskur, ufsi og lýsa. 2. deildin er grunnsævið frá 20 m. til 60 m. dýpis í*ar er skarkoli, sandkoli, ungar flyðrur og ýsu-, lýsu- og þorsk-ungviði. Langflúra, langa, keila og stórvaxnar ýsur eru sjaldgæfar. í’orskur og ýsa hrygnir á þessu svæði. 3. deildin er svæðið frá fjörunni og niður að 20 m. dýpi. fessi deild er ung- viðisdeildin. í^ar sveimar ungviði allflestra nytjafiskanna (t. d. skarkoli, sandkoli. þorskur, ýsa). Um veiðarfæri og veiðiaðferðir skal ekki fjölyrða hér. Þess skal þó getið, að rannsóknarskipin eru sannkölluð fiskiskip, og hafa útbúnað til að viðhafa allar þektar aðferðir. Ýmsum veiðarfærum hefur verið breytt til hins betra, eftir því sem reynslan hefur sýnt að við þurfti. Að því er niðurstöðuna snertir, er menn hafa komist að, munum vér og verða fáorðir og einkum geta þess, er ísland snertir. Vér drepum þó aðeins á hið helzta, því það byggist yfirleitt á rannsóknum Joh. Schmidts hér við land, en þeirra hefur verið getið fyr í Eimreiðinni. í^ess er vert að geta, að það hefur komið í ljós, að fiskurinn hrygnir hér við land við suður- og suðvesturströndina, en ekki við norður-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.