Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 74
74 Dýra- og plöntulíf hafsins fer eftir eðli þess og- ástandi. Paulsen sá því einnig að suðrænu tegundirnar eða Atlantshafstegundirnar höfðust við í heita sjónum, en tegundir köldu hafanna við Austurland eða í kalda sjónum. Takmörkin á milli voru skörp við Vestrahorn, en óglögg við norðvesturhluta landsins, eins og eðlilegt er eftir eðli hafsins. Að þess konar munur var á plöntugróðri hafsins kringum ísland, var oss kunn- ugt áður. Hinn fyrsti grasafræðingur, er sýndi fram á það, var sænskur maður, H. F. G. Strömfeldt. Hann ferðaðist hér um land 1883 og í bók hans um þörunga íslands (H. F. G. Strömfeldt: Om algvegetationen vid Islands kuster, Göteborg 1887) er þessi munur ljóslega tekinn fram. Við rannsóknir mínar á þörungum hér við land hefur þessi mismunur komið enn þá ljósar fram. Gróðurinii kringum Vestmanna- eyjar og sunnan við Reykjanes er t. a. m. samsettur að miklu leyti af Atlantshafs- tegundum, en við Austurland, t. a. m. á svæðinu frá Héraðsflóa til Berufjarðar, er gróður hafsins líkastur því sem gjörist í köldum höfum. Við Norðurland þar á móti er gróðurinn samsettur sumpart at tegundum frá heitum sjó og sumpart af plöntum kaldra hafa. Helgi Jónsson. WILLARD FISKE: CHESS IN ICELAND and in Icelandic Literature, with historical notes on 'other table-games. Florence 1905. Hinn ágæti íslandsvinur, sem dó 17. sept. 1904, hafði ekki lokið við formálann fyrir bók þessari, og ekki lesið prófarkir af henni lengra en aftur á bls. 344. Góð mynd af honum, tekin í apríl 1904, er framan við bókina. H. S. White hefir séð um útgáfu bókarinnar, en bókav. Harris og Halldór Hermannsson lokið við hana. Fiske heldur að Þorlákur biskup helgi, sem var í París og í Lincoln á Englandi í sex ár kringum nóo, hafi lært skák fyrstur íslendinga. Eða Hrafn Sveinbjarnarson, sem fór pílagrímsferð til Canterbury. Eða þá Páll biskup Jónsson, sem nam nám á Englandi um 1180, og var samtíða Snorra Sturlusyni hjá Jóni Loftssyni, föður sínum. Snorri getur fyrstur íslenzkra höfunda um skák, er þeir tefldu Knútur ríki og Ulfur jarl (í Ólafssögu helga). Fiske segir fyrst frá skák í sögunum. Magnús Ólafsson sendi Ole Worm skák- menn og vísur dróttkvæðar um þá, 1627 eða 1628. Enskur höfundur, greifi Moles- worth, segir í bók um Danmörk, sem út kom í London 1694, að íslendingar séu mestu skákmenn. í*á prentar P'iske taflvísur Stefáns Ólafssonar. Síðan rekur hann sögu skáktaflsins og segir frá refskák, kotru o. fl.‘ í ýmsum löndum. Er þar geysi- mikill lærdómur saman kominn á mörgum málum; en skýzt þótt skýrir séu. Hann hefur tínt til alt smátt og stórt úr öllum áttum. Honum hefur þó gleymst að geta þess, að á fjöl í Gokstaðskipinu er refskák, sem víkingar á 9. öld hafa teflt á á sjó- ferðum sínum, og hefur um þetta verið ritað bæði á norsku og ensku. J. St. DR. FRIEDRICH BODEN: DIE ISLÁNDISCHE REGIERUNGSGEWALT IN DER FREISTAATLICHEN ZEIT. Breslau 1905. Ritgerð þessi um »íslenzk stjórnarvöld á þjóðveldistímanum« er einkar merkileg. Hún fyllir rúmar 6 arkir í tímariti prófessors Otto Gierkes: »Untersuchungen zur Deutschen Staats- und Rechtsgeschichte« (78. h.), og skiftist í 4 aðalþætti: I. um eðli og uppruna íslenzkra stjórnarvalda (§§ 1—4) bls. 1—45; II. um réttarstöðu þeirra (§§ 5 — 9) bls. 45—90; III. sögu þeirra (§ 10) bls. 90—99 og IV. niðurlags- orð, bls. 99—101. í fyrsta kaflanum skýrir höf. frá landnámum á íslandi og sýnir fram á, að það hafi engin áhrif haft á fyrirkomulag stjórnarvaldanna, hvernig landnámunum var háttað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.