Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 2

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 2
158 gullaldarljómanum, þá kemst þó enginn þeirra til jafns við hann, ef rétt er á litið. Hugsum okkur t. d. samanburð á Rimmugýgi hans Skarphéðins og pennanum hans Jóns Sigurðssonar! Hvort skyldi hafa höggvið stærra fyrir fósturjörðina? Frekar mundi fjööurstafurinn hans Snorra þola samanburðinn, en þó tæplega geta jafnast við stálpenna Jóns. Pví þó ritfrægð Snorra jafnan muni varpa ljóma yfir land vort, þá er þó enn meira varið í hitt, að hafa með ritum sínum og ræðum hafið ættjörð sína upp úr doða og undirlægjuskap til framtaks og sjálfstæðis, og þannig gróðursett þann meið, sem borið getur blessunarríka ávexti um allar ókomnar aldir, svo að réttmælt verði hjá Steingrími, er hann kveður um Jón: Ef fanna foldin heið fullgróinn sér sinn meið á bjarga brún hefjast við himingeim, háfaldinn sólareim, hvert lauf á þolli þeim ber þína rún. Svipuð hugsun vakir og fyrir Matthíasi, er hann segir um hann, að guð hafi gefið oss talsmann trúan með fagurt frelsismál með fjöri og eld í sál að hefja hverja stétt, að heimta landsins rétt. Og þetta er dagsatt, því það mun fátt í þjóðlífi Isiendinga, sem Jón Sigurðsson ekki lét til sín taka og reyndi að hrinda í betra horf. Hann lét sér ekki síður ant um að vekja þjóðina til menningar og framtaksemi, en að létta af henni ófrelsisböndunum. Hann sá, að ekki var nóg að útvega henni frelsið, heldur varð líka að gera hana hæfa til að nota það, að ala hana upp. Og eigi ísland þá framtíð í vændum, sem vér allir vonum og óskum, þá verður það fyrst og fremst uppeldi Jóns Sigurðssonar að þakka. Því þó að honum tækist ekki, fremur en öðrum, að gera alt í einu börn að fullorðnum mönnum, svo að enn megi benda á til-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.