Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 6

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 6
framsýni sína, og sannast hér það, sem Steingrímur kvab um hann: þeim, sem æíinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóðar lof yfir aldanna rof, því þeir óbornum veg hafa greití. Frá sjónarmiði Jóns Sigurðssonar kom þetta líka í alveg sama stað niður, því hann barðist hvorki af fordild né í ávinningsskyni; honum var nóg sú frægðin, að hafa leitt sinn ástkæra lýð gegn- um þrautir og þjáningar eyðimerkurinnar, þó hann fengi einskis að njóta af sigurlaununum; því hann heimtaði aldrei neitt fyrir sig, en alt fyrir land sitt og þjóð, eins og Matthías bendir til: Full af frægð og stríði, fyrir land. og iýði fjöri, von og þraut lá hans grýtta braut. Og í rauninni fékk hann þó þegar í lifanda lífi þau hæstu verð- laun, sem nokkrum dauðlegum manni geta hlotnast, þau, að verða ástgoði þjóðar sinnar, sem allir litu upp til, trúðu og treystu á og viðurkendu sem sverð og skjöld landsins, eins og Gröndal kvað: Peir skulu allir þakkir færa þér, sem að frelsisljómann skæra vaktir, og kallar saga sanns sverðið og skjöldinn ísalands. En það voru svo sem ekki eingöngu sambands-, stjórnar- skrár- og fjárhagsmálin ein, sem Jón Sigurðsson lét sér umhugað um, heldur alt, sem til menningar horfði og þjóðþrifa. Fíann barðist fyrir algerðu verzlunarfrelsi og leiddi það mál til sigurs. Hann ritaði um endurbœtur d latínuskólanum og flutning hans til Rvíkur, um stofnun þrestaskóla, læknaskóla, lagaskóla, gagn- frœðakenslu, búnaðarskóla og barnaskóla í kaupstöðum og sjó- þorpum, og í öllum þessum skólamálum hafa tillögur hans reynst sigursælar. Hann ritaði og um endurbætur á læknaskiptm lands- ins og heilbrigöismálum, um búnaðarbætur, fiskiveiðar og vöru- vöndun, og lagði grundvöllinn að íslenzkri hagfræði eða lands- hagsskýrslum. Og þó er ótalin öll hans vísindalega starfsemi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.