Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 12
i68 þar sem þeir í rauninni eru að leika hégómlegan skrípaleik. Eitt dæmi skýrir þetta betur en langt mál. Maður fær lungnabólgu og leitar sér læknisráða; læknirinn kemur, skoðar sjúklinginn og leggur til viðeigandi meðul. Sjúklingnum skánar af meðulunum, en batnar ekki. Svona gengur í sex daga, lungnabólgan helzt og töluverð lífshætta er á ferðum. Læknirinn hlýtur að vera ónýtur eða meðuliti svikin — hugsar folkið, og sækir hómópata. Hómópatinn kemur, setur upp gleraugu og spekingssvip, segir voðahættu á ferðum og leggur til tvennskonar dropa, A og B. Eftir tvær inntökur úr B-glasinu bregður við um nóttina og sjúkl- ingnum batnar. Hómópatinn fær dýrðina, en læknirinn er álitinn klaufi og enginn meðalalæknir. Skynsamt fólk veit þó vel, að lungnabólga er vön að breytast til batnaðar snögglega á 6,, 7. eða 8. degi. Mannslíkamanum er ekki fisjað saman, og það er fráleitt, að hann hafi verið skapaður með jafnmiklum fiýti og getið er um í biblíunni. Af þeirri frásögn er svo að sjá, sem guð hafi varið til þess örstuttum tíma, sjötta daginn. Fyrst að móta manninn úr leir, blása lífsanda í nasir honum og síðan taka úr honum eitt rif, til að skapa úr því konuna. Maður fær af frásögninni þá hug- mynd, að öll þessi »óperatión« hafi staðið aðeins nokkra stund úr degi. En náttúrufræðingarnir, einkum Darwín og lærisveinar hans, hafa fært mjög sennileg rök að því, að sama muni sæta um sköpun mannsins og allra annarra hluta í heiminum, að henni hafi ekki verið komið í kring á einum degi, heldur hafi til þess gengið margar árþúsundir; og sú kenning hefur ekki verið hrakin með rökum. Vér vitum það með vissu, að maðurinn er að skapast enn þann dag í dag, eins og alt annað. Alt er eilífum breyting- um háð, sumt í framför og sumt í afturför, en framþróun er aðal- lögmálið, sem náttúran fylgir, og að svo miklu leyti sem vér get- um gægst aftur í tímann, sjáum vér, að manneskjurnar hafa verið á stöðugri þroskunar- og framfarabraut, þó endur og sinn hafi gefið á bátinn. Jarðfræðingarnir hafa með rannsóknum sínum á sögu jarðar- innar fundið sterkar líkur fyrir því, að um 25 miljónir ára. séu að minsta kosti liðnar frá því fyrstu lífsverur gátu þróast á jörðu vorri. En frá þessum fyrstu lífsverum telja náttúrufræðingar að vér eig- um öll ætt vora að rekja, bæði menn, dýr og jurtir, alt sem lífs- anda dregur. Vér erum með öðrum orðum komin að langfeðga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.