Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 14
lega minnast á, og það er sóttkveikjurnar. Pær eru margar og misjafnlega skæðar, en svo er víst, að miklum fjölda þeirra getum vér boðið byrginn, og það eigum vér að þakka því, að gegnum ótal bardaga hefur frumum líkamans vaxið fjör og þroski til að standast árásir þeirra. Vér þekkjum það af þráfaldri reynslu, að menn verða ómót- tækilegir fyrir ýmsum sóttkveikjum við að sýkjast af sjúkdómum, sem þær valda. Vér fáum vanalega aðeins einu sinni á æfinni sjúkdóma eins og mislinga, skarlatsótt, rauða hunda, kíghósta o. fl. Og ýmsum öðrum sjúkdómum er líkt háttað; aðeins getur ómót- tækileikinn gagnvart þeim glatast eftir styttri eða lengri tíma, og sýking af þeim gjörir líkamann aðeins nokkurn tíma færan um að standast nýjar árásir. Sem dæmi þeirra má nefna: lungnabólgu, barnaveiki, taugaveiki o. fl. Vér vitum ennfremur að sumum ættum er hættara við að veikjast af vissum sjúkdómum en öðrum. í sumum ættum kemur t. d. mjög mikið af krabbameinsemdum, tæringu, gigt o. fl. sjúk- dómum, en sumar eru aftur á móti að miklu leyti lausar við þessa illu gesti. Og vér vitum, að sumar ættir geta alveg eyðst af þessum og öðrum sjúkdómum, þar sem aðrar geta staðist árásirnar og orðið hertar gegn þeim. Sama lögmál gildir um heilar þjóðir. Hvítir menn, sem gegnum marga liðu hafa orðið fyrir hörðum heimsóknum af tæringu, eins og margar Norðurálfu- þjóðir, þola sjúkdóminn yfirleitt margfalt betur en ýmsar villi- þjóðir, sem ekki áður hafa neitt haft af tæringu að segja. Sama gildir um bólu, sýfílis og ýmsa sjúkdóma, sem mega heita næst- um meinlausir hvítum mönnum, eins og t. d. mislingar og skarlat- sótt. Bólan og sýfílis t. d. hafa valdið ákaflegu mannfalli meðal Skrælingja, Indíána, Svertingja og annarra villiþjóða, sem ekkert þektu til þeirra á undan komu Évrópumanna. Hinsvegar ganga ýmsar farsóttir og veikindi meðal villimanna, sem þeir eru farnir að venjast við og herðast á móti, en sem eru afarskæð hvítum mönnum, sem til þeirra koma. Sem dæmi má nefna gulan feber, malaríu, kóleru og blóðkreppusótt o. fl. Suður í Afríku eru t. d. Svertingjaflokkar, sem veikjast aðeins lítillega af malaríu og verða upp frá því öldungis ómóttækilegir fyrir sjúkdómnum, en Evrópu- menn, sem þangað koma, deyja úr honum unnvörpum eða að minsta kosti veikjast svo, að þeir ná sér aldrei afiur. Pessar og aðrar athuganir staðfesta þá skoðun, að mannkyn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.