Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 16
172 meira né minna en heilir fjallgarðar, með glufum og giljum, skörð- um og djúpum gjám, breiðum og þröngum dölum, ýmist samhliða eða hver um annan þveran og á víxl. Jarðvegurinn víðast úfinn og óslettur eins og Ódáðahraun, og hart er undir fæti, því yzta lagið í hörundinu er hornkent. Hátt gnæfa fjöllin, en hærra gnæfa hárin. Pví víðasthvar bæði upp úr dölunum og úr fjallgörðunum rísa í loft upp feiknaháir, hreistraðir stofnar, risavaxnir að þver- máli, ýmist þráðbeinir eða bognir, og hverfa bakteríunni sýn út í geiminn. En þó okkur virðist hárin standa þétt, svo líkja mætti þeim við tré í skógi, þá sýnist bakteríunni annað; því fyrir henni mælist fjarlægðin milli þeirra í heilum bæjarleiðum. En ekki má gleyma, að minna meira á gjárnar, sem áður voru nefndar, því þær eru ægilegar. Ymist við rætur háranna eða milli þeirra víð- ast hvar um hörundið, gína galopnir gýgir, og upp úr sumum þeirra vellur bráðin feiti líkast bræddri tólg, sem smámsaman storknar líkt og rennandi hraunvella, sem öllu sópar með sér, sem á vegi verður. En upp úr sumum rennur glóðvolgt laugar- vatn, salt og beiskt á bragðið. Eað er svitinn, sem stundum streymir í steypiflóðum, sem ætla alt að kaffæra, en straumharðar elfur renna niður hörundið og hrífa alt með sér, sem ekki getur viðnám veitt, og frá bakteríunnar sjónarmiði er engu líkara en syndaflóðið sé í aðsigi. Bakteríunni lízt ekki á blikuna. En bak- teríurnar eru oftast liðmargar og láta sig ekki, fremur en Japanar í umsátrinni um Port Arthur, þó þær eigi við ofurefli að etja og ógrynni af þeim eigi að hníga í valinn. Pær eru ásælnar og leita uppi hverja smugu. Skaddist hörundið, þó ekki sé nema lítillega, eins og oft: kemur fyrir, án þess maður jafnvel verði var við, opn- ast bakteríum leið inn í líkamann, og þá getur verið hætta á ferð- um. En þær rata líka aðrar leiðir, t. d. um munninn og nefið og önnur op á líkamanum. Pó vantar ekki, að þeim sé einnig þar veitt duglega viðnám; munnvatn og annað slímrensli verður á vegi þeirra, og margar eiturár verða þær að vaða, því margt slímið og kirtlasafinn. eins og tárin, nefslímið, magasýran, gallið og annað, hefur reynst mörgum bakteríutegundum hreint eitur. Pað er t. d. saga að segja frá magasýrunni. Pegar bakteríufræðingurinn Koch hafði fundið kólerubakteríuna, vildu sumir véfengja, að þessi bak- tería, sem fanst í saur kólerusjúklinga, væri orsök veikinnar, og vildu halda því fram, að hún væri engu saknæmari, en svo ótal- margar aðrar bakteríur, sem ætíð er hægt að finna í mannasaur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.