Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 17

Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 17
173 Sérstaklega var það hinn nafnkunni heilsufræðingur Pettenkofer, sem hélt þessu fram. Hann hafði í mörg ár verið að færa rök fyrir því, að kólera og taugaveiki orsökuðust af spiltu jarðvegs- lofti, sem streymdi upp í húsin, og alt væri komið undir því, hve hátt eða lágt grunnvatnið stæði. Uppgötvun Kochs virtist ætla að kollvarpa þessari kenningu hans, og þessvegna var honum um- hugað um, að sýna fram á sakleysi kólerubakteríunnar hans Kochs, Og hann gjörði sér lítið fyrir og saup á kjötseyði, sem kóleru- bakteríur voru ræktaðar í. Allir héldu, að þetta mundi klára karl- inn, en honum varð lítið meint af, fékk aðeins niðurgang í nokkra daga og varð síðan gallhraustur og trúði betur sjálfum sér en Koch. En bæði Koch og aðrir læknar þóttust sannfærðir um, að karl hefði fengið kóleru, en aðeins væga, og seinna sannaðist líka, að Koch hafði rétt að mæla. Magasýran getur um hríð komið í veg fyrir að bakteríurnar geti orðið hættulegar, en við langvinnar árásir þeirra stenzt hún ekki og líkaminn veikist alvarlega. — Eftir þennan útúrdúr hverfum vér þar að, sem fyr var frá horfið. Hugsum okkur, að bakteríur ætli sér að komast ofan í lungu á manni. Bæði í nefi, munni, koki og barka ganga jafnan stríðir stormar. ýmist að ofan eða neðan, sem andardrátturinn veldur eða hósti og ræskingar og hafa þeir fellibyljir feykt í loft upp heilum her- skörum af óvinaher. En ekki eru enn allar tálmanir á þeim veg- um upptaldar. Bæði í nefinu, barkanum og víðar er öll slímhimn- an þakin þéttum skógi af bifhárum, svo smáum, að þau sjást ekki nema í smásjá, en fyrir bakteríunum líta þau út eins og lágvaxin sef, sem stöðugt eru á hreyfingu fram og aftur, líkt og kornstengur á akri í vindblænum, »er bylgjum slær á rein«. Hreyfing bifhár- anna miðar til þess að sópa út á við öllu óhreinu, sem leitar inn. Pannig má t. d. oft sjá, hvernig bifhárunum tekst að sópa burt ryki, sem sogast hefur niður í andfærin. Margir hafa líklega veitt því eftirtekt, hvernig slímið úr kverkunum, sem vér ræskjum upp á morgnana, er dökkleitt, stundum kolsvart á litinn, þegar vér kvöldið áður höfum setið í tóbaksreyk eða verið á dansleik, þar sem mikið ryk var í loftinu. Bifhárin hafa verið að bisa við það alla nóttina, meðan vér sváfum, að flytja rykkornin, og ásamt þeim ótal bakteríur, upp úr lungunum upp eftir lungnapípum og barka. En þrátt fyrir allar þessar hugvitssömu varnir tekst þó bak- teríunum að komast inn í líkamann. Ymsra orsaka vegna geta 12

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.