Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 20

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 20
i;6 vanalegan blóðhita við þessa tilraun. Með þessu sannabí Wright, að hvítu blóðkornin væru ekki einfær um það starf, sem þeim áður einum var eignað. Mörgum bakteríusjúkdómum er nú svo háttað, að það eru ekki sjálfar bakteríurnar, sem eru banvænar og hættulegar líkam- anum, heldur stafar hættan af þeim eiturefnum, sem bakteríurnar varpa frá sér, og sem líkja má við úrgangsefni frá líkömum manna og dýra, t. d. saur, þvag og svita. Væru bakteríurnar einar síns liðs, mætti ætla, að hvítu blóðkornin í sambandi við ópsonínefnin gætu unnið á þeim, en það er öðru nær en svo sé. Eiturefnin, sem um var getið, eru baneitruð, og sum þeirra megnara eitur en nokkurt annað, er menn þekkja. T. d. má taka eitrið, sem af stjarfabakteríunni stafar. Paö er svo sterkt, að 723 hluti eins millígrams af því er nægur til þess að drepa fullorðinn karlmann á stuttum tíma. Pó hvítu blóðkornin vinni á öllum bakteríunum, þá er ekki þar með búið. Eiturefnin, sem frá þeim stafa, eru komin í blóðið og veikja allan líkamann. En svo vill nú vel til, að til eru önnur ráð við því. I blóðvatninu myndast móteitur, »antítoksín«, sem dregur allan kraft úr bakteríueitrinu og gjörir það meinlaust. Petta á sér stab í mörgum sjúkdómum. I’egar nægilegt móteitur er myndað, þá batnar sjúklingnum. Oft bregð- ur alt í einu við, svo að sótthitinn og sjúkdómseinkennin hverfa skyndilega, á einni nóttu eða nokkrum klukkustundum. Pessi snöggi bati kallast »krísis« á læknamáli og þekkja flestir, að t. d. lungnabólga breytist til batnaðar með þeim hætti. En stundum kemur batinn smátt og smátt, hitinn og hin svæsnu sjúkdóms- merki minka dag eftir dag, unz fullum bata er náð. Pýzku læknarnir Pfeiffer og Gruber hafa fundið, að í blóð- vatni taugaveikissjúklinga eru efni, sem þeir kalla »agglútínín« (límefni). Pau verka þannig á bakteríurnar, að þær stirðna í snún- ingum, límast saman í kekki og tortímast. Pessi uppgötvun leiddi til þess, að nú má nokkurnveginn ganga úr skugga um, hvort sjúklingar hafi taugaveiki eða ekki, en um það getur stundum verið mjög örðugt að fá vissu. En til þess þarf maður að hafa taugaveikisbakteríur í vökva. Blóðvatn úr sjúklingnum er látið saman við bakteríurnar og hnappast þær þá saman og detta til botns, ef um taugaveiki er að ræða. Ehrlich og um sama leyti Buchner og Metschnikoff fundu, að í sumum bakteríusjúkdómum, eins og t. d. kóleru, myndast í

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.