Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 21

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 21
177 blóðvatni sjúklingsins gerðarefni (ferment), sem í sambandi viö annað svo kallað »ambóceptor« leysir í sundur og eyðir bakterí- unum. Og bæði hafa þessir menn og aðrir þýzkir, franskir og enskir læknar á seinni árum, fundið enn fleiri efni, sem myndast í blóðinu við hina og þessa sjúkdóma, og er svo að sjá, sem hvert einasta eitur, bæði bakteríueitur og öll önnnr eitur, komi blóðinu eða blóðvatninu til að mynda móteitur gegn því, jafnskjótt og það samlagast blóði manns. Hinn frægi þýzki bakteríufræðingur Ehrlich, sem fyr var nefndur, hefur af miklu hugviti fært mjög sennilegar líkur fyrir því, hvernig þessum hæfileikum blóðsins sé háttað. Hann hefur sannfærst um, að alt blóðeitur verkar þannig, að það gengur í fast efnasamband við efni í blóðinu. Sé eitrið magnað, þarf blóðið að fórna því svo miklum efnum til sameiningar, sem það sjálft má ekki án vera, til að geta fullnægt skyldu sinni, að næra frumur heilans, tauganna og annarra líffæra, eða flytja súrefni um líkam- ann og kolsýru burt o. s. frv. Sé hinsvegar eitrið vægt, þarf blóðið ekki að fórna því fleiri efnum en svo, að það getur komist af og gegnt köllun sinni eftir sem áður. Reynslan sýnir nú, að líkaminn þolir alt eitur betur og betur, eftir því sem hann venst því. Verki sama eitrið í vaxandi mæli smátt og smátt á blóðið, þá þola menn eftir nokkurn tíma þann eiturskamt, sem áður reyndist bráðdrepandi. Þetta skýrir Ehrlich þannig, að svipað sé háttað blóðinu og öðrum líkamspörtum. Pegar einhver efni eyð- ast, þá myndast ný í þeirra stað, líkt og þegar vér meiðum okkur, t. d. hruflum hörundið, brjótum bein, missum nögl, þá myndast altaf nýr vefur í staðinn. Sum dýr hafa þenna hæfileika miklu fullkomnari en vér mennirnir. Ef t. d. ánamaðkur er skorinn í sundur, vex svo fyrir sárin, að báðir helmingar geta orðið að nýjum ánamöðkum. Eins er um krossfiska, ígulker og ýms lægri dýr; skriðdýr og skordýr geta þetta líka. Halinn á ferfætlu vex t. d. aftur á skömmum tíma og verður jafngóður þeim, sem af var skorinn. Blóðið myndar að líkindum ný efni í stað þeirra, sem eyðast, og ekki einungis svo, að skarðið fyllist fyrir þau, sem eydd eru, heldur myndast töluvert í viðbót, og þessi nýmynduðu efni geta þá boðið byrginn og sameinast nýju eitri, sem inn kemur. IJað er æfagömul reynsla fengin fyrir því, að menn geta van- ist allskonar eitri. Tóbakseitrinu venjast menn svo, að það verður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.