Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 23
179
mannafórn miklu vænlegri til hags, en öll þau mannsmorð, sem
hernaður og stríð eru völd að. —
Náttúran er bezti læknirinn, og hún hefur kent okkur lækn-
unum það litla, sem vér kunnum. Náttúran kendi Jenner og
Pasteur bólusetningu gegn sjúkdómum og Roux og Behring blóð-
vatnslækningarnar. Náttúran hefur gefið hverjum okkar ákveðið
mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Hún lætur hvern einstakling búa
sjálfum sér til mótefni gegn allskonar bakteríueitri. Sumum gefur
hún þennan hæfileika í ríkum mæli, en öðrum skamtar hún úr
hnefa. Jenner, Pasteur, Roux og Behring, sem fundu upp bólu-
setningu og blóðvatnslækningar gegn bakteríusjúkdómum, gengu
skrefi lengra en náttúran og létu blóð dýra, sem orðin voru
ómóttækileg fyrir vissum sjúkdómum, lækna þá, sem vantaði nóg
mótstöðuafl. Mannsblóð væri sjálfsagt eðlilegra að nota. Fyrir
rúmri hálfri öld var mikið um það ritað, og margar tilraunir gjörðar
til að lækna sjúklinga með blóði heilbrigðra manna. Pessar til-
raunir hafa að miklu leyti strandað á því, að svo miklum vanda
er bundið að leiða blóð úr æð eins manns yfir í æðakerfi annars.
Nýlega hefur dr. Carrel við Rockefelierstofnunina tekist að sam-
eina svo æðar tveggja manna, að blóðið geti streymt óhindrað
frá einum til annars. Hefur honum hepnast að bjarga með því
lífi manns, sem kominn var nær dauða af blóðleysi. Eflaust
munu læknar geta hagnýtt sér þessa aðferð Carrels í ýmsum
sjúkdómum, og fyrir hana mun mörgum geta gefist kostur á að
bjarga lífi meðbræðra sinna, með því að fórna þeim nokkru af
hinu dýrmæta blóði sínu. Pær blóðsúthellingar eru ákjósanlegri
en margar aðrar, sem nú tíðkast.
Af öllu því, sem að ofan er ritað, sést, að ég hafði nokkuð
til míns máls, þar sem ég sagði hér á undan, að líkamanum væri
ekki fisjað saman, og að margt mótdrægt gæti hann þolað, án
þess meðul væru fengin úr apótekinu.
Pví meir sem vér getum skygnst inn í leyndardóma líkams-
byggingar vorrar, því meir sem vér höfum lært að þekkja okkur
sjálfa, því meiri lotningu fáum vér fyrir náttúrunni. Vér þurfum
ekki að vera að seilast eftir neinum furðuverkum til að dást að,
því vor eigin líkami er eitt mesta furðuverkið. Heldur ekki
þurfum vér að vera að heimta neinar ytri opinberanir eða gamlar
kraftaverkasögur úr innblásnum helgibókum, því óvíða rekum við