Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 27
i«3 son gera það fyrir sig undir umsjón sinni, lætur hann hann segja, að nþax) sé víst, að innlencL stjórn komi aldrei að fullum notum, nema hún hafi við að styðjast nœrveru konungs eða jarls, þeim er hann veiti fult umboð í sinn stað um öll islezk mdl- efnii. (Andv. IV, 64). Jarlsstjórnarfyrirkomulagið var og sam- þykt af alþingi 1871 (sem varatillaga) undir forustu hans og fram- sögu og í enn ákveðnara formi í frumvarpi alþingis 1873. Á fing- vallafundinum 1850 var þess einnig krafist, en í tillögum nefndar- innar á Pjóðfundinum (1851) er jarlinn ekki beint nefndur, og segir Jón Sigurðsson, að það hafi verið af því, að menn hafi hugsað sér, að höfuðatriðið væri að fá ábyrgðarstjórn, og þegar hún væri fengin, væri það konungs atkvæði, að setja mann í brodd fylk- ingar fyrir henni, svo sem fulltrúa sinn, svo að ákvæði um það væri ekki beint nauðsynlegt í stjórnarskrá um hin sérstaklegu mál- efni Islands. Pó kveður hann það vera nokkuð óvíst, hver afdrif þessa atriðis hefðu orðið, ef málið hefði komið til umræðu og at- kvæða á þjóðfundinum, því víst sé um það, að margir hafi viljað taka skýrt fram um, að. þeir óskuðu manns til að standa fyrir landstjórninni, og hugsuðu sér stöðu hans eftir því, hver lands- réttindi ísland óðlaðist (NF. XXIII, 31—32). Af þessu, sem hér hefir verið talið upp, má nú sjá, að jarls- hugmyndin eða landstjórafyrirkomulagið hefir ávalt verið jafn- ríkt í huga Jóns Sigurðssonar sem hið hentugasta og æskilegasta. Og þó að þetta hafi ekki ætíð komið beint fram í tiliögum al- þingis undir forustu hans, og stundum verið jafnvel frá því horfið, þá hafa kringumstæðurnar einar og mótspyrna stjórnannar orðið þess valdandi, að bæði hann og aðrir hafa fremur kosið að hall- ast að því, sem meiri von var um að fá í svipinn, en bíða betri byrjar með hitt, sem þó væri í sjálfu sér æskilegast. Og alveg sömu ástæðurnar urðu þess valdandi, að horfið var frá landstjóra- stefnu Benedikts Sveinssonar, sem ekki var annað en jarlshug- myndin gamla í nýjum búningi. Hugmyndinni sjálfri voru menn ekki móthverfir, enda var hún samþykt á 7 þingum (1885, 1887, 1889, 1891, 1893, 1894 og 1895), þó hún yrði ekki ætíð afgreidd frá þinginu í lagaformi; en út á búninginn höfðu menn margt og mikið að setja, og vonleysið um, að fá þeirri stefnu framgengt í bráð, varð þess valdandi, að ráðlegra þótti, að reyna heldur að vinna hvert vígið á fætur öðru, unz markinu yrði að lokuin náð. En hér skal ekki frekar út í þetta farið, heldur hverfa að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.