Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 31
i87
þar næst ?nœtti pab vera ástœða fyrir oss, að lina pær kröftir pví meir,
sem vér sæjum, ab stjórninni og D'ónum væri alvara ab hætta ab ásæl-
ast sjálfstæbisréttindi vor í eigin efnum. ... Vér erum allflestir, ef
ekki allir, samdóma um, að það, sem einna mestan skaða hefir gjört
allri landstjórn hjá oss og allri framkvæmd í stjórninni, er það, að
landinu hefir verið stjórnað frá Kaupmannahöfn, en ekkert fullgilt at-
kvæði verið að fá í landinu sjálfu. Það er auðskiljanlegt, að þar af
leiðir hin mesta spilling: málin verða dauflega undirbúin, og snerpu-
laust rekin; enginn treystir þeim úrskurði eða dómi, sem í landinu
fæst, heldur venst á að leita annarra, og þegar það ber við, að úr-
skurðurinn í Danmörku fellur svo, sem menn sízt ætluðu, þá hvetur
það menn til að leita sem oftast þesskonar úrskurða, í þeirri von, að
hlutur manns kunni að kastast upp úr lukkupottinum, þó óvænlega
þyki á horfast. . . . Ef vér hefðum stjórn á íslandi, sem hefði úr-
skurðarvald, þá gæti þau frumvörp, sem alþing samþykti, orðið sam-
sumars að lögum . . . þá yrði uppástungur alþingis teknar til úr-
greiðslu jafnóðum. Enda meðan á alþingi stæði, þá vissi menn með
fullkominni vissu, hvort stjórnin vildi fallast á uppástungur þingsins eða
ekki . . . Það er auðsætt, að frá vorri hlið væri mikið fyrir það gef-
anda, að stjórn meb fullu úrskurbarvaldi væri í landinu sjálfu. . . .
Eigi öll mál að fara til konungs úrskurðar, sem nú fara, eigi konungur
að samþykkja öll frumvörp frá þinginu, áður en þau verði að lögum
. . . . þá er ekki mikið unnið í bráð með breytingunni ....
Það er eftirtektar vert, að hin fylsta og afimesta hugmynd um
fyrirkomulag stjórnarinnar á íslandi er sú hin fyrsta, sem kom fram af
hendi íslendinga á Þingvallafundinum 1850 ... Á f’ingvallafundin-
um var áskorað, að menn vildu haga sambandi íslands við Danmörku
samkvæmt hinum forna sáttmála, sem gjörður var við Noregskonung,
og haga stjórnarlögun landsins eftir því, ab pví leyti sem samsvarar
pörfum og ástandi vorra tíma. Þessa stjórnarlögun hugsa þeir sér á
þann hátt, að jarl skyldi vera á íslandi, sem hefði myndugleika kon-
ungs, þegar á þyrfti að halda, og er svo að skilja, sem pab skyldi
vera á konungs valdi, hvort jarl pessi væri danskur mabur eba íslenzk-
ur; þar með skyldi vera þrír ráðherrar á einum stað á landinu, og
skyldu þeir allir vera íslendingar; enn fremur skyldi einn vera erinds-
reki íslendinga í Danmörku, sem bæri mál þjóðarinnar fyrir konung
og flytti aftur konungs erindi fyrir þjóðinni; en alþingi skyldi hafa
löggjafarvald ásamt konungi. Þessar uppástungur hafa í sér hið full-
komnasta fyrirkomulag á landstjórninni, og þær eru svo lagaðar, að
ekki er öldungis nauðsynlegt, að framkvæma þær allar í einu, heldur
má fylla þær upp smásaman, einungis að maður gjöri sér fullljósa þýð-
ingu hvers atriðis og haldi fast við þann grundvöll, sem þetta fyrir-
komulag byggist á. Það er aðalundirstaðan, að alþingi fái löggjafar-
vald. Þar sem sagt er, að það skuli hafa löggjafarvald meb konungi>
þá liggur næst að halda, að menn hafi hugsað sér, að konungur sjálf-
ur skyldi staðfesta öll lög, eða að öll löggjafarmál skyldu ganga suður
til Danmerkur; en þar sem aftur á móti er kveðið svo að orði, að
jarl skyldi hafa myndugleika konungs, þegar á þyrfti að halda, þá er
þar af auðsætt, að vel gæti hann og fengið þann myndugleika, að