Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 36

Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 36
192 Vér vonum að þessi gögn nægi til að sýna, hve miklu ást- fóstri jarlshugmyndin átti að fagna hjá Jóni Sigurðssyni frá fyrstu til síðustu stundar. Af þeim má og sjá, hvernig hann hugsaði sér jarlinn, sem sé að hann skyldi skipaður af konungi sem fulltrúi hans og hafa dbyrgð fyrir honum einum. Og þar sem hann jafnan gerði þá kröfu, að ráðherrar þeir í landstjórninni, sem ábyrgð ættu að bera fyrir alþingi, væru íslendingar, þá gerði hann enga slíka kröfu um jarlinn. Hann segir, að svo hafi verið til ætlast á Pingvallafundinum 1850, að það sskyldi vera d kon- ungs valdi, hvort jarlinn væri danskur maður eða íslenzkuri.. (NF. XXIII, 28), og hefir sjálfur ekkert við það að athuga; enda mun það hafa verið miðað við bendingu hans sjálfs í »Hugvekju til Islendinga« 1848, þar sem hann tekur fram, að það hafi verið vódkveðið í Gamla-sáttmála, hvort jarlinn skyldi vera norskur eða íslenzkur'í (NF. VIII, 14). Aðalatriðið virðist fyrir honum að hafa verið, að konungsvaldið yrði flutt inn i landið, en hitt lætur hann sig minna skifta, hverrar þjóðar maðurinn sé, sem með það fari. Hann virðist að hafa hugsað sem svo: konungurinn sjálfur er og verður jafnan danskur maður, svo hjá því verður naumast komist, að konungsvaldið sé í dönskum höndum; og þá er betra, að meö það sé farið af dönskum jarli uppi í Reykjavík, en af dönskum konungi úti í Kaupmannahöfn. Yfir meðferð kon- ungs á íslenzkum málum verði heldur aldrei kvartað né við hon- um haggað; en jarlinum álítur Jón Sigurðsson að kynni að mega fá konung til að kippa burt, ef alþingi léti beina ósk í ljósi um það og konungi fyndist kvartanir þess á rökum bygðar (NF. XXIII, 29). Auk þess heldur ekki útilokað, að jarlinn gæti stund- um orðið Islendingur. Á það atriði, hver ætti að undirrita skipun jarlsins með konungi, minnist Jón Sigurðsson aldrei. Hann virðist enga áherzlu hafa á það lagt, en, að því er séð verður, talið sjálfsagt, að for- sætisráðherra ríkisins undirritaði skipun hans, þar sem hann bæri að skoða sem embættismann ríkisins, sem ætti að taka laun sín úr ríkissjóði. Hann tekur sem sé fram, að Islendingar eigi að borga þeim mönnum í landstjórninni, sem ábyrgð hafi fyrir alþingi, en öðrum ekki, enda kemur það heim við reglur Breta í sjálfstjórnar-löndum þeirra. 3?að er að minsta kosti víst, að Jón Sigurðsson hefir ekki ætlast til þess, að neinn hinna ís- lenzku ráðherra skyldi undirrita skipun jarlsins með konungi, hvorki

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.