Eimreiðin - 01.09.1911, Side 38
194
inni og þær ráðstafanir, sem hann þó áleit nauðsynlegt að gera
til þess, að hún yrði samt ekki fullkomin nýlendustjórn, stóðu í
nánu sambandi við alla skoðun hans á því, hvernig haga bæri
sambandinu milli Danmerkur og íslands. Hann áleit, að ísland
ætti að vera sfrjálst sambandsland« Danmerkur, en hvað hann
átti við með því, munum vér leitast við að skýra í annarri grein,
og þá jafnframt drepa á afstöðu hans til ýmsra af þeim vafa-
spurningum, sem enn eru á dagskrá þjóðar vorrar. V. G.
Bréf frá tengdamóður.
Eftir HELENE LASSEN.
Elsku Anna mín!
Svo þú vilt, að ég komi og verði hjá þér, búi hjá ykkur Sigurði
á heimilinu ykkar nýja, snotra og fámenna.
Þú berð þá engan kvíðboga fyrir, að mitt gamla ellihró muni
varpa skugga á alla ungu dagsbirtuna hjá ykkur? Að hærurnar mínar
og angurværðin og rósemisdepran í svip mínum muni stinga of mjög
i stúf við alt nýnæmið hjá ykkur, ykkar himingnæfandi hamingju og
hjónasælu?
Þú hristir höfuðið, lokkabjarta, og segir með sigurbrosi: »Á
hjónasælu okkar getur ekkert í heiminum skygt né henni raskað. Og
svo ert þú líka svo ljúf og elskuleg móðir —«. Þetta hefir þú svo
þrásinnis sagt við mig.
Ó, þú veizt ekki, kæra Anna mín, að einmitt ástuðlegustu mæð-
urnar — þær geta ekki orðið hugþekkar tengdamæður, einmitt af því
þær eru mæður með lífi og sál.
Ég hefi lengi bjástrað við að ráða þessa gátu: tengdamæðurnar.
Og nú hefi ég fundið ráðninguna. Ég hefi komist að þeirri niðurstöðu,
að þær mæðurnar, sem minst hafa af ástúðinni og blíðunni, sem minst
hugsa um hamingju barnanna sinna, — þær verða líklega beztu tengda-
mæðumar!
rú verður hissa, og ferð að spyija. Og ég ætla þá að reyna að
svara þér.
Við skulum hugsa okkur móður, sem á einn einkason, sem hún
elskar meira en alt annað í heiminum. Hún ól hann í æskublóma lífs
síns, og skeytti ekki hót um þrautirnar og þjáningarnar né allar vöku-
næturnar; þvl ánægjan af að eiga hann var svo gagntakandi. Móður-
sælan gjörði hana svo ríka.