Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 40

Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 40
196 Og sá tími kemur, er hann finnur þá, sem rænir hann »manndóms- rónni«. Tíguleg og skínandi, fegurri en alt annað, líður hún inn á lífs- braut hans og slær gleðiljóma og fögnuði á hana, sem er langtum, langtum meiri, en hann nokkru sinm naut í bláheimum bernskunnar. Smámsaman verður móðirin að rýma öndvegissessinn í lífi hans. Astúð- lega og nærgætnislega lyftir hann henni niður úr hásætinu, þar sem hún hefir setið frá því hann fyrst man til sín, og setur hana í ömmu- stólinn, og kinkar hlýlega kolli til að kveðja og þakka fyrir það, sem nú er búið að vera og aldrei kemur aftur. Því nú er hún komin í spilið, sú, sem ekkert og enginn getur við jafnast. Og móðirin kinkar kolli á móti, hlýlega og angurblítt. Hún fyrt- ist ekki, því hún veit, að svona er lífið. Og hún leggur lófann á koll hans og segir ástúðlega: »Guð blessi þig, sonur minn! Og kæra þökk fyrir það, sem þú hefir verið mér, og það, sem ég hefi fengið að vera fyrir þig í öll þessi inndælu ár!« En í stólnum sínum situr hún kyr. Og hún hugsar með sér: Hún er lagleg, þessi litla stúlka, sem ég hefi orðið að rýma fyrir, og góð er hún líka. Og hún er ung og blómleg eins og vorgróandinn. En þekkir hún drenginn minn? Ætli hún skilji hann? Ætli hún um- beri alt, eins og ég hefi gert? Getur hún fyrirgefið og fyrirgefið og elskað jafnheitt um öll hin mörgu og löngu ár? Ætli mér geti nokk- urntíma fundist, hún unna honum nógu mikið, vera nógu mikið veit- andi fyrir hann? Nei, og aftur nei, í því efni getur hvorki fegurð hennar og hörundsblómi né lokkasafnið Ijósgula orðið henni að liði. Hún mun aldrei eins og móðirin geta orðið sífelt veitandi; hún vill láta veita sér sjálfri, af því hún er ung og fögur og vön við dekur og eftirlæti hjá ástríkri móður. Hún vill sjálf, að dekrað sé við sig, látið eftir sér, henni fyrirgefið og hún elskuð takmarkalaust og óendanlega. Um það munu allar hugsanir hennar snúast — að minsta kosti sona fyrstu árin. — — Og við að hugsa sona, sitjandi í ömmustólnum, mun móðirin verða að tengdamóður, kæra Anna mín. Hún skýtur áhyggjufullum, árvökr- um augum inn á heimilið nýja, og — þar er hitt og þetta ekki eins og hún vildi, að drengurinn hennar elskulegi ætti við að búa! Og móðirin verður nú aldrei ánægð með, hvernig nokkur annar umgengst drenginn hennar eða er við drenginn hennar. Og þessvegna vil ég ekki, elskulega Anna mín, koma og búa hjá ykkur. Þó ég slægi þagnarblæju yfir umkvartanir mínar, segði jafnvel ekki eitt aukatekið orð, þá mundir þú samt sjá það, finna það, að mér þætti ýmislegs á vant bæði hér og þar. Og vekja þér gremju með þessum þöglu umkvörtunum mínum, — það vil ég ekki gera þér; svo slæm tengdamóðir er ég ekki. Nei, — ein tvö verðið þið að berjast baráttu lífsins. En einmitt sú baráttan er erfiðust allra í lífinu, er tvær persónur, sem í fyrstunni eru alveg ókunnugar, eiga að samlaðast hvor annarri og verða eitt, og gæta þess, að hvor þeirra fái að njóta sfn í friði fyrir hinni og þó jafnframt í samræmi við hina, án þess að önnur þeirra þurki út ein- kenni og einstaklingsmót hinnar. Þvf á þann hátt verða mörg hjón

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.