Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 42

Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 42
ig8 xÞað segi ég ykkur skýrt og skorinort«, sagði prófessor L. við embættisbræður sína, »að eigi sá dagur að koma yfir mig, að kven- stúdentar fái innritunar-réttindi við háskólann hérna, þá tek ég saman pjönkur rnínar og hypja mig burt samdægurs«. Tveim árum síðar fengu fyrstu kvenstúdentarnir innritunar-réttindi, en þó ekki leyfi til að taka próf. »Það verð ég að segja ykkur, háttvirtu herrar«, sagði prófessor L , »að upp frá þeirri stundu, er fyrsti kvenstúdentinn tekur próf hérna, þá get ég að minsta kosti ekki verið hér lengur«. Ekki nema ári síðar tók fyrsti kvenstúdentinn próf í Halle með fyrstu einkunn — einmitt hjá prófessor L. Og viku seinna stóð nafn þessa kvenstúdents á trúlofunarspjaldi, sem prófessor L. sendi vildar- vinum sínum og kunningjum í háskólabænum Halle. V. G. Alexander Baumgartner. Hinn 5. sept. 1910 átti ísland á bak að sjá einum af sínum beztu og einlægustu vinum, séra Alexander Baumgartner S. J. Hann var heiðursfélagi hins ísl. Bókmentafélags og einn hinn andríkasti og lærðasti ritsnillingur á þýzka tungu. Al. Baumgartner var fæddur 27. júní 1841 í St. Gallen á Sviss- landi. Faðir hans var þá stjórnandi (»Landamann«) þess fylkis. Foreldrar hans voru sitt hvorrar trúar, móðirin mótmælandi, en faðirinn kaþólskur. Var hann snemma til náms settur, fyrst heima fyrir hjá Benediktínum í Einsiedeln, en 1858—60 stundaði hann nám við Jesúítaskólann í Feldkirch (í Austurríki) og tók þar stú- dentspróf með ágætiseinkunn og sama árið gekk hann í Jesúíta- félagið. 1862 tók hann að stunda heimspeki í Feldkirk, og voru þar kennararnir og meginið af nemendunum ítalskir, enda lærði hann þar ítölsku svo vel, að hann var hérumbil jafnleikinn í henni og móðurmáli sínu. 1865 fór hann til Múnster til að stunda fornbókmentir Grikkja og Rómverja, en hvarf brátt aftur að heimspekisnáminu og stundaði það í 2 ár við Jesúítaskólann í Maria-Laach (á Pýzkalandi). 1867—69 var hann kennari við Feld- kirchskólann, en 1869—74 stundaði hann gubfræðisnám bæði á Pýzkalandi, Englandi og Hollandi og tók því næst prestvígslu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.