Eimreiðin - 01.09.1911, Side 43
i99
1874 tók Baumgartner að fást viö ritstörf af kappi og hélt
því fram til dauðadags. I 36 ár var hann einn af aðalritstjórum
Jesúíta-tímaritsins »Stimmen aus Maria-Laach«, sem er eitt af þeim
tímaritum, er mest álit hafa á þýzkalandi. I þeim 72 þykku bind-
um, sem út komu af því á þessu tímabili, liggur heljarmikil vinna
eftir Baumgartner. Og þar á ísland, íslenzkar bókmentir og saga
og efni þess yfirleitt, margt fagurt minningarblaðið eftir hann, er
ALEXANDER BAUMGARTNER.
seinna var safnað saman í hans fjöllesnu og ágætu bók: -»Island
und die 17aröer«, sem komið hefir út í þremur útgáfum og stór-
um aukið þekkingu manna á Islandi.
Jafnframt því að vinna að ritstjórninni á »Stimmen . . .« varð
B. jafnaðarlega að skrifa greinar í mörg önnur tímarit, og nemur
tala þeirra að minsta kosti heilum tug.
þangað til 1899 bjó hann til skiftis í ýmsum löndum, eftir
því sem bezt hagaði fyrir ritstörf hans í hvert skifti; hann bjó
þannig alllengi í greifahöllinni Tervueren í nánd við Bryssel, í hinni
ljómandi ensku stofnun Stonyhurst hjá Whalley, á Hollandi, Pýzka-