Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 46

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 46
202 ekki hjá því komist aÖ utina honum, dást að honum og virða hann sökum þeirra stórkostlegu og hugljúfu eiginleika, er þeir skjótt urðu varir við hjá honum í svo ríkum mæli. Mest bar á hans undrunarverða andlega fimleik og leikni, andríki hans og fádæma glaðværð og kátínu, eða jafnvel gletni. Menn gátu umgengist hann árum saman, án þess nokkru sinni að þreytast af hans fjör- ugu, kátu, andríku og hámentuðu viðræðum. Sökum þess, hve Baumgartner þótti í sannleika vænt um ís- land, naut ég, sem Islendingur, þess heiðurs, að geta talið mig með vinum hans, og þótti ósmátt í varið. Meira en ár bjuggum við undir sama þaki, og gat ég þá orðið honum dálítið að liði, þegar hann var að fást við íslenzk efni. Við töluðum náttúrlega oft saman um ísland, og þykir mér við eiga að tilfæra hér nokk- ur af þeim ummælum, sem ég svo þrásinnis heyrði af vörum hans. »Eg þekki fáar þjóðir«, sagði hann oft, »sem hafa jafnsterka þjóðernistilfinning og íslendingar. Slíkar þjóðir geta ekki undir lok liðið. Án þessa eiginleika hefði íslenzka þjóðin áreiðanlega hrapað fyrir ætternisstapa sem þjóð á einokunartímunum. Að hún stóðst þá eldraun, er aðdáunarvert. Pað er í mínum augum trygging fyrir því, að fyrir Islandi muni — með þess mörgu andlegu og efnalegu framtíðarmöguleikum — einhverntíma renna' upp ný, þjóð- leg blómaöld, a second spring«. Já, hann trúði á, að ísland ætti »second spring« í vændum. Baumgartner var ákaflega umburðarlyndur og víðsýnn; það kom þessvegna enganveginn af neinu ofstæki, að hann þráfaldlega harmaði, að Island hefði sem þjóð verið hrifið burt úr skauti hinnar kaþólsku móðurkirkju; og hann harmaði það ekki einungis af trúar- legum, heldur af hreint og beint þjóðlegum ástæðum. Hann áleit, að móðurkirkjan ein væri þess um komin, að gefa þessu litla þjóð- félagi það siðferðisþrek, serfi það óhjákvæmilega þyrfti með, til þess að geta haldið sér og virðingu sinni uppi í framtíðinni. Fyrir þessu bar hann nokkurn kvíðboga; og þegar prófessor Porv. Thor- oddsen fyrir nokkrum árum í einu af ritum sínum hafði minst á siðferðisuppeldi æskulýðsins íslenzka, og látið alveg sömu skoðun í ljósi og Baumgartner hafði, þá skrifaði B. mér langt bréf, til þess að láta ánægju sína yfir því í ljósi. Og hann bætti því við, að hann ætlaði líka að óska höfundinum til heilla með ummæli hans, og það ímynda ég mér, að hann hafi gert. Um sama efni sagði hann einusinni — en þó löngu áður — við mig, að óskandi væri,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.