Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 47

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 47
203 að að minsta kosti nokkrir-af hinum íslenzku stúdentum gætu átt kost á að stunda nám við enska háskóla. Pað mundi ekki verða til neins hnekkis fyrir þjóðernistilfinning þeirra og þeir mundu í öðrum efnum græða á því. Og þegar ég varð dálítið hvumsa við og leit með nokkurri efablendni á hann, bætti hann við með nokkurskonar ákefð: »Jú, þér getið reitt yður á það. Eg hefi hugsað um það, og ég er viss um, aö í því efni skjátlast mér ekki«. JÓN SVEINSSON. Jón Sigurðsson og sambandið. Einn hinn merkasti af rithöfundum vorum (próf. Porv. Thor- oddsen) hefir nýlega sagt í íslenzku blaði (Lögr. 26. apr. 1911), að »það sé annars mjög einkennilegt, að æsinga- og öfgamenn, sem hafi verið mestir andstæðingar Jóns Sigurðssonar í stjórn- málum, meðan hann lifði, og hafi verið honum oft óþægileg- fóta- kefli, séu nú búnir að stela honum látnum, og veifi honum jafnan í kringum sig.« Engum, sem til þekkir verulega, mun þykja þetta ofmælt. Tví sannast að segja mun engin sú stefna til í íslenzkum stjórn- málum, sem ekki þykist hafa Jón Sigurðsson á sínu bandi, eða styðjast við skoðanir hans. Petta er nú ofurskiljanlegt frá sjónar- miði hinna ýmsu forustusauða, því það er ekki lítill styrkur í því fyrir málstað þeirra, ef fólki verður talin trú um, að þeir séu réttir arfþegar annars eins ástgoða þjóðarinnar og mikilmennis. Én hitt gegnir meiri furðu, að þeim skuli vera trúað, meira eða minna, öllum saman, svo sundurleitar sem skoðanir þeirra þó eru. Petta hlýtur að stafa af því, að almenningi sé nú orðið svo ókunnugt um hinar sönnu skoðanir Jóns Sigurðssonar, að fá megi menn til aö trúa, þó honum sé eignað jafnvel það, sem hann hafði mestu skömm og óbeit á. Pað virðist því ekki vanþörf á — nú á aldarafmæli hans —, að rifja dálítið upp fyrir mönnum, hverjar skoðanir hans í raun og veru voru á þeim málum, sem enn eru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.