Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 51

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 51
20 7 son hefði kallað það, þó það að nafninu til væri sameinað Dan- mörku og hún »svo sem settur svaramaður landsins«. Pá væri Island með öðrum orðum: »Frjálst sambandsland Danmerkur« (sbr. NF. XXVII, 187). III. VELDISSAMBAND. Fað var einmitt þesskonar sam- band, sem Jón Sigurðsson barðist fyrir og fremst af öllu kaus af því, sem þá gat komið til mála. Hann hélt því fram, að Island hefði gjörst »frjálst sambandsland« Noregs og að því leyti verið »einn hluti af Noregskonungs ríki«. eða i>Noregsveldit. (NF. XII, 121; XVI, S; Andv. I, 35). t*að hefði og undir einveldis- konungum Dana verið i>ríkishluti«. eða »partur úr rikinwí (veldi Danakonungs), en með sérstökum réttindum, og svo hefðu líka Pjóðfundarmennirnir álitið það vera (NF. XII, m; XVI, 1 —2, 61, 91, 11O; XXV, 106). IJeir hefðu bygt á því, »<zð ríkið væri heild, sem hver ríkishluti væri háður, en hefði þó frelsi samsvarandi sinni sérstaklegu stöðu«. Feir hefðu viljað, »að Is- land væri skoðað sem sérstakur ríkishluti, og væri stjórninni hagað eftir því, en að það væri ekki innlimað í Danmörkw, og hefðu því stungið upp á, »að nafn þess yrði tekið upp í titil konungs, eins og hinna ríkishlutanna« (NF. XVI, 91—92). En þegar konungur hefði slept einveldinu, yrði að gera nýjan sdtt- mála um nýtt samband, bygt á frjálsu samþykki hlutaðeigenda (NF. XII, 120—21; Andv. I, 35—36). Bæði álit Pjóðfundarins, Pingvallafundar og öll sýslunefnda-álit bæru með sér, »að það væri álit allrar þjóðar vorrar, að vér vildum halda trú við kon- ung vorn og værum fúsir til að vera í samfélagi með Dönum og öðrum samþegnum vorum« (NF. XII, 112). En Islendingar yrðu þá að hafa fullkomið jafnrétti, »sjálfsforræði í eigin málum og atkvæðisrétt í allsherjarmálum« (NF. XXI, 35; Andv. I, 27, 62 — 63). En hverning þessu yrði hagað, yrði að vera komið undir samkomulagi. Og þó að sambandið samkvæmt Gamla- sáttmála væri að eins við konunginn, og »landsrétturinn að lög- um .sem milli bandafylkja«, þá beri ekki að einblína á það, þegar farið sé að gjöra sáttmála um »nýjan landsrétt*, heldur haga sam- bandinu eftir ástandi og skoðunarmáta vorra tíma og eðli og þörfum beggja þjóðanna (NF. VIII, 14; XXIII, 28; XVI, 3), enda hafi og tillögur E’jóðfundarins farið í þá átt að gera ísland »ndn- ara samtengt Danniörku en fyri (NF. XVI, 99, sbr. IX, 61: »í,að (sambandið) verður að minsta kosti miklu ndnara, ef það 14*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.