Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Side 54

Eimreiðin - 01.09.1911, Side 54
210 stefnir, því vér fekkjum engan, sem vill ab samband petta slitni eða reynir til að slíta það . . . Hann byggir á því sem sjálfsögðu, að stjórnin í Danmörku muni aldrei gefa kost á því, ab ísland haji ekki neitt annaib samband vib Danmörku en konungsnafnib. Þetta kann vel að vera, en hver hefir ímyndab sér sambandib svo? Það verður að að minsta kosti miklu nánara, ef það væri eftir þeim hugmyndum, sem vér œtlum hentugastar; þá væri erfðarétturinn hinn sami, líklega flagg og merki, og mynt; hluttekning íslands í hinum almenna ríkis- kostnaði, sem er að tiltölu í þess þarfir, gjörir sambandið enn nánara, og óslltanlegt getur það orðið, ef báðum fellur vel og ekkert ber að höndum, sem slítur það; lengra verður mannlegri forsjá varla hægt að komast« (NF. IX, 60—61). (1851) »Að í málefnum þeim, sem kynnu að verða sameiginleg fyrir þjóð vora við Dani, eða menn í öbrum hlutum veldis konungs vors, verði þess gætt, að vér í afgreiðslu þeirra mála höfum fullko m- ið jafnrétti við þá. Að fjárhagur lands vors verði aðskilinn við fjárhag annarra hluta ríkisins. í kostnaði þeim, sem kynni að verða sameiginlegur, tökum vér þátt eftir réttri og sanngjarnri tiltölu« (NF. XII, ni — úr ávarpi í’ingvallafundar til Fjóðf.). (1851) »í þessari gjöf tileinkar ísland sér með gleði og þakklæti sinn hluta, eins og hver feirra ríkishluta, sem undir konungalögunum var. En þegar þessi gjöf er veitt, þá kemur því næst til að ákveða það form, sem á að koma í staðinn, pab samband, sem á ab verba á milli konungsins og hvers rlkishluta, sem hefir sérstakleg réttindi og milli ríkishlutanna sjálfra sín í milli . . . Þetta nýja samband verbur ab vera komib undir nýju ■ samkomulagi, og í því samkomulagi hlýtur hver ríkishluti, sem hefir sérstakleg réttindi og sitt sérstaklega ásig- komuleg, að hafa einnig sitt atkvæði. ísland, sem er gamalt sam- bandsland Noregs og ab þvl leyti einn hluti hins gamla Noregsveldis, hefir þvílík sérstakleg réttindi og sérstaklegt ásigkomulag . . . ísland . . . var í engan máta einn hluti úr Noregi, enn síbur úr Danmórku . . . En sé það ómætmælanlegt, að hib nýja samband verði að vera komið undir nýju samkomulagi, þá verður þetta samkomulag að vera bygt á frjálsu sampykki hlutábeigendai (NF XII, 120—21; Andv. I, 35—36 — úr ávarpi Þjóðf.). (1851) »í þvi grundvallarlagafrumvarpi, sem lagt var fram á rík- fundinum í Danmörku 1848, var stungið upp á, að ísland yrði einn hluti í peim hluta veldisins, sem þá var stungið upp á að kalla »Dan- marks Rige«« (NF. XII, 115 — úr ávarpi Þjóðf.). (1852) »Vér höfum skýrt frá því áður, hvað þjóðernisflokkurinn í Danmörku eiginlega vill, að hann vill sameina sem allra fastast Dan- mörku sjálfa, Slésvík, Island og Færeyjar, og kalla þetta Danmerkur- ríki, en útibyrgja Holsetaland og Láenborg. Með því væri það áunn- ið fyrir ísland, að það yrði ekki vel skoðað sem nýlenda þaðan af, því tilgangurinn væri sá, að láta mál þess í öllum greinum hafa sama gang og málin úr hinum dönsku héruðum. ísland yrði þá að sínu leyti eins og Fjón eða Láland, ein af hinum dönsku eyjum« (NF. XII, 105). (1852) »Ef að sá skoðunarmáti stjórnarinnar er nú rétt hermdur,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.