Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 59

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 59
215 bandið milli Danmerkur og íslands, virðist þar í fyrsta viðliti að- eins um »veldissamband« að ræða. En séu athugasemdir nefnd- arinnar við þá grein teknar með, og þess jafnframt gætt, að ákveðið er, að nafn Islands skyldi taka upp í titil konungs, þá sést, að þar er í rauninni um »málefnasamband« að ræða. I athugasemd- unum er sem sé tekið fram, að Island sé með þessum sambands- lögum viðurkent sem sérstakt rílci, jafnhliða Danmörku, með full- veldi yfir öllum þeim málum, sem ekki séu beint undanskilin sem sameiginleg (»stillet ved Siden af Danmark som en særlig Stat med fuld Raadighed over alle ikke udtrykkelig som fælles beteg- nede Anliggender«). Pegar nú einnig er litið á, að sambands- sáttmálinn átti að byggjast á frjálsu og fullvalda löggjafaratkvæði beggja sambandsþjóðanna, þá var fullveldi íslands í öllum sínum málum þar með í rauninni viðurkent, þó það með sjálfum sam- bandssáttmálanum takmarkaði eða byndi fullveldi sitt í hinum sameiginlegu málum, meðan sáttmálinn stæði óbreyttur. Auk þess sýndi 6. gr. sáttmálans, að ekki var um neitt afsal á full- veldinu að ræða í hinum sameiginlegu málum, heldur var dönsk- um stjórnarvöldum aðeins falin meðferð þeirra einnig fyrir hönd Islands, þangað til öðruvísi yrði ákveðið með lögum, er löggjafar- þing beggja sambandsþjóðanna hefðu samþykt. Islandi var þann- ig geymdur réttur til síðar meir að taka þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, og fá þannig aftur fulla hlutdeild í því full- veldi, sem það hafði takmarkað við sig og falið öðrum um stundarsakir. Auk þess var Islandi (í 9. gr.) ásldlinn réttur til á 25—37 ára fresti að fækka sambandsmálunum niður í ein 3, og taka þanníg aftur við fullveldi sínu í hinum 5 að þeim tíma liðn- um, hvort sem hinni sambandsþjóðinni líkaði það betur eða ver. Um álit Jóns Sigurðssonar á málefnasambandi verður ekkert ráðið af ritum hans nema óbeinlínis. Hann fór aldrei fram á það og minnist aldrei á það. Hann tekur þvert á móti fram, að hvorki hann né þjóðfundarmennirnir hafi ætlast til, að Island yrði neitt »ríki«, heldur »sérstakur ríkishluti« með frjálslegu stjórnarfyrir- komulagi (NF. XVI, 98). En þegar litið er á andann í öllum rit- um hans, þá er óhætt að fullyrða, að hann hefði manna sízt slegið hendinni á móti því, að ísland væri viðurkent sem ríki og sam- bandið aðeins málefnasamband, enda stefnir og krafa f’jóðfundar- ins um, að nafn íslands væri tekið upp í titil konungs, í þá átt (NF. XVI, 92). Að hann því ekki fór fram á málefnasamband,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.