Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 62
218 á persónusamband, að hann skoði það sem móðgandi getsakir við sig, að ætla honum slíkt. Petta virðist líka hafa hrifið, því nú bólar ekkert á persónusambandshugmyndinni fyr eu á Pingvalla- fundinum 1873, þegar svo miklir æsingamenn voru komnir í spilið, að við sjáift lá, að Jón Sigurðsson misti algerlega taumhaldið. Á þeim fundi var af nefndinni í stjórnarmálinu borið upp frumvarp til stjórnarskrár, og hljóðaði 1. gr. hennar þannig: »ísland er frjálst þjóðfélag út af fyrir sig, og stendur í því einu sambandi við Dani, að það lýtur hinum sama lconungi og þeir«. Jafnframt var og (í 2. gr.) farið fram á frestandi synjunarvald. Alt skyldi verða að lögum, sem samþykt hefði verið á 3 alþing- um í röð, þótt konungur neitaði að staðfesta það. Gegn þessu frumvarpi nefndarinnar töluðu Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson og nokkrir aðrir, er þá studdu að málum: »Fundurinn mundi hæglega geta orðið »öðrum til athlægis og engum til gagns«, ef hann samþykti frumvarpið. Hver maður, er hefði dálítið vit á stjórnarhögum, yrði að geta séð, að enginn konungur gæti samþykst annarri eins ákvörðun og þeirri, er nefndin hefði stungið upp á í 2. grein sinni, þar sem alþingi væri gefið vald til að setja lög í mót vilja konungs. Vildum vér hafa slíka lagaákvörðun, þá yrðum vér að segja alveg skilið við kon- ung og stofna lýðveldi. 1. gr. nefndarinnar mundi eigi heldur geta náð samþykki konungs eður alþingis. Vér gætum vel verið frjálst þjóðfélag, þótt vér hefðum sum mál sameiginleg við Dani, og öllum, er vit hefðu á stjórnarmálum, mundi þykja það stór- kostlega ísjárvert, að segja algert skilið við Dani, einkum er litið væri til ágreininga við önnur ríki. Danir eða einstakir danskir stjórnarherrar hefðu viljað beita ofríki við oss, en þó að vér kæm- umst í samband við einhverja aðra þjóð, mundum vér eigi sæta betri hag. Kostir þeir, er aðrir byðu oss, gætu hæglega orðið verri«. (Víkv. I, 31). Eftir langar umræður var horfið frá frumvarpinu og stungið upp á að senda alþingi og konungi bænarskrár með 6 niðurlags- atriðum, og hljóðaði hið fyrsta þeirra svo: »Að íslendingar séu sérstakt þjóðfélag og standi í því einu sambandi við Danaveldi, að þeir lúti hinum sama konungi og það«. Jón Sigurðsson og hans fylgismenn mæltu enn fastlega á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.