Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 66

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 66
222 væri ástæða til fyrir oss, »að lina þœr Ttröfur (o: um sameigin- legu málin) því meir, sem vér sæjum, að stjórninni og Dönum væri alvara, að hætta að ásælast sjálfræðis-réttindi vor í vorum eigin efnum« (NF. XXIII, 23). Og eftir að hann hefir skýrt frá, að hann álíti heppilegast og aífarasælast, að í landstjórn Islands sitji jar) og 4 ráðherrar (3 4- erindrekanum), segir hann, að hann sé samt á því, »aÖ vel mætti komast af, þó ekki væri alt í einu landstjórnin sett á þann fót, að því leyti, að hún væri þegar í svip gjörð svo fjölmenn og stórkostleg«; en bætir svo við: »vér erum einungis fastir á því, að þetta sé landstjórnarmarJc það, sem vér þurfum að setja oss« (NF. XXIII, 36). Þegar stjórnin 1867 stakk upp á: »ísland er óaðskiljanlegur hluti Danmerkurrikis«, þá breytti Jón Sigurðsson því í »Island er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, með sérstökum landsréttindum«, þó hann miklu fremur kysi: »Is- land er frjálst sambandsland Danmerkur«. Og um þessa tilslökun segir hann: xPetta virðist hafa verið hyggilega sett, því þingið kastaði þar með fram af sér þeirri snöru, sem stjórnarfrumvarpið vildi leggja á það, en á annan bóginn fór það eklci lengra, en stjörninni gat verið aðgengilegt, eins og nú var komið málinu. Ef það hefði sett svo: »ísland er frjálst sambandsland Danmerkur«, eins og Pingvallafundurinn 1850, þá mundi þar af hafa leitt, eins og nú stóð á, að annaðhvort hefði málið komið í stanz, eða að stjórnin hefði valdboðið sína grein, eins og hún var, en gefið al- þingi engan gaum. Hvorugt þetta var gagnlegt fyrir vort máU (Andv. I, 63). Og um meðferð alþingis á stjórnarskrármálinu 1873 segir hann: »Á alþingi voru menn fullkomlega eins einbeittir í þessu máli, eins og menn höfðu áður verið, en það þótti ekki forsjálegt, að ónýta og lcasta frá sér þeirri sáttgirni, sem lýsti sér af lnendi stjórnarsinna, og öðru því, sem hrundið gat málinu nokkuð áfram hœttulausU (Andv. I, 95). Bæði þessi ummæli Jóns Sigurðssonar og mörg önnur, og öll meðferð hans á stjórnar- og sambandsmálinu í sínum ýmsu mynd- um á alþingi, sýna, að hann kunni vel að haga seglum eftir vindi, og hikaði ekki við að lúta að hinu minna, ef hið meira reyndist ófáanlegt, heldur en að tefla málinu í tvísýnu og ógöngur. En hann bjó jafnan svo um hnútana, að haldið væri í áttina að því marki, sem hann hafði sett sér, þótt ekki yrði komist alla leið í einum spretti. Hann var því allmikill »opportúnisti«, eins og allir miklir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.