Eimreiðin - 01.09.1911, Page 67
223
stjórnmálamenn verða að vera, ef þeir eiga að geta haft nokkra
von um, að leiða mái sitt til sigurs. Hann var stefnufastur, en
þó laus við allan þverhöfðaskap, og kunni sér jafnan svo mikið
hóf í kröfum sínum, að hann fór því tiær aldrei lengra, en fært
var. En hann gat líka verið samningafús, þegar hann áleit, að
eitthvað áynnist með tilslökun frá sinni hálfu, er hrundið gæti
málunum áfram, og gagnlegt gæti verið fyrir Island. Og sízt
kom honum til hugar, þegar gengið var að þeim kröfum, sem
hann einu sinni hafði gert, að hækka þær þá þegar jafnharðan,
svo að ekkert samkomulag gæti fengist.
Hann hafði gagn íslands eitt fyrir augum.
V. G.
Steingrímur áttræður.
Það er ekki siður að tilgreina föðurnafn konunga; þeir þurfa þess
ekki við, til þess menn kannist við þá. — Skáldkonungarnir ekki heldur.
Þegar vér íslendingar tölum um Steingrím, þá vita allir, að átt er
við Steingrím Tnorsteinsson Svo djúpt hefir hann grafið nafn sitt inn
í hug og hjarta þjóðarinnar, að hann á þar konungstign og kóngsríki
í hverri sál.
Hann varð áttrœbur ip. maí í ár, þessi skáldjöfur okkar. Eimreiðin
kemur svo sjaldan út, að hún gat ekki niinst hans þann dag. Hún
varð því að vera annaðhvort dálítið á undan eða -á eftir. En hitt var
henni allatíma ljóst, að ekkert íslenzkt tímarit, sem gæta vildi skyldu
sinnar. gæti kinnroðalaust lokið við þennan árgang sinn, án þess að
minnast þessa áttræðisafmælis. Því virðing vor fyrir íslenzkum bók-
mentum krefst þess blátt áfram, að ekki sé gengið þegjandi fram hjá
áttræðisafmæli manns, sem lagt hefir annan eins skerf til þeirra, verið
önnur eins prýði fyrir þær og Steingrímur Thorsteinsson hefir verið.
Því svo margháttuð hefir bókmentastarfsemi Steingríms verið, að
ekki veitti af að skrifa um hann heila bók, ef gera ætti honum full
skil. Fyrst verður mönnum náttúrlega fyrir að minnast frumkveðnu
kvæðanna, sem hann hefir sungið inn í þjóðina, og veitt hafa henni
svo mikla unun. En hann hefir líka verið óþreytandi í að veita er-
lendum hugmyndaauði inn í landið með þýðingum sínum, bæði í bundnu
og óbundnu máli Það er óþarfi að telja þær upp allar saman, nóg að
geta þess, að hann jafnan hefir valið hið bezta úr heimsbókmentun-
um og gróðursett það hjá oss í svo snildarlegum búningi, að allir hafa
orðið að að dást, bæði efninu og búningnum. Fegurðartilfinningin svo
15*