Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 76
232
Hafi menn ást á guði, undrakraftinum eilífsanna, og einlæga ást til
mannanna, þá sé alt fullkomnað á dauðastundinni:
Þannig ber að þreyja, elska, iðja, deyja;
þessu stefnt er að: alt er fullkomnað.
Og fögur og huggunarrík er kenning hans um sorgina, að hún sé
nauðsynlegur leiðarsteinn til sannleika og vizku:
Á sorgarhafsbotni sannleiks-perlan skin,
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín.
Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur,
hvert vizku barn á sorgar bijóstum liggur.
Þar að auki sé aðeins um stundarsviða að ræða í þeim sárum, sem
sorgin veiti mönnum, þvi hún hafi sjálf í sér fólgið læknisafl, sem
skjótt græði þau:
Sorgarhjör mér sviða gerði, lyfsteinn var í sáru sverði,
samt ei vann mér slig; sem að græddi mig.
Mentun allri ann hann af alhug og álítur hana eitt hið ágætasta
hnoss fyrir framþróun mannkynsins:
Hvað má lýði hvetja, styrkja, bæta?
Himinrunninn það er sannleiks blær.
Hvað má andann harmi lostinn kæta?
Háleit mentun, sjálfum guði kær.
Mentunin »gerir öll grímutröll að steini og slær geislum freláis yfir jörð-
ina«. En það verður þá að vera sönn mentun, en engin hálfmentun,
ekkert mentaprjál, sem menn bera aðeins utan á sér. Því hefir hann
óbeit á:
Mentaprjálið mér er leitt Heldur leirugt gef mér gull,
manns á ytri hlið. en gyltan leir.
Eitt af því, sem hann álítur mest áríðandi fyrir íslenzku þjóðina,
er, að hún læri að þekkja sjálfa sig, bæði bresti sína og krafta, því
annars muni hún gera axarsköft og verða lítið ágengt:
Inn á við í hug og hjarta hverfðu þinni sýn,
lær að þekkja þína bresti, þar til villan dvín;
lær að þekkja þína krafta, þekkja lær þig sjálf,
vinna þín án vizku slíkrar verður minni en hálf.
Hún hefði sjálfsagt gott af því sem stendur, ekki síður en endranær,
að fylgja þessu heilræði skáldspekingsins, þjóðin okkar. Og hún ætti
líka að athuga, hvað hann á við í vísunni þeirri arna:
Eggjaði skýin öfund svört, »Byrgið hana, hún. er of björt,
upp rann morgunstjarna: helvítið að tarna«.
Því þar er gripið á kýlinu, einum af hinum algengasta og svartasta
þjóðlesti vorum: öfundinni, sem ekki þolir, að neinn skari fram úr, og
reynir því jafnan að toga þann niður á við, sem er höfði hærri en
aðrir, svo að ekki beri meira á honum en múgnum.