Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 77

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 77
233 í’ó margt hefði þurft fleira að segja um skáldskap Steingríms og benda á margar fleiri hliðar og mörg fleiri spekiorð hjá honum, þá verður nú hér að láta staðar numið. Því rúmið leyfir ekki meira. Steingrímur er nú áttræður. Haustkvöldið hans er komið, — hið fegursta, sem hann leit hér á jörðu. Og enginn getur annað sagt, en að haustkvöldið hans sé líka fagurt, eftir annað eins æfistarf og jafn- mikillar virðingar og ástar og hann nýtur hjá þjóð sinni. Og vel máttu líka virða hann og elska, þú islenzka þjóð, sem hefði blóði feginn fáð hvern flekk af þínum skildi. Gera má ráð fyrir, að starfskraftar hans séu nú að mestu þrotnir á þeim aldri, en hann getur þá sezt undir vænan við og látið vonina gleðja hugann og talað þar um trygð og ást, unun sanna, er aldrei brást, tíma löngu farna, eilífa von guðs barna. Hann getur þar horft á haustkvöldssólina rauðu brosa við dauða, og heyrt, eins og forðum, engilhörpu strengi óma sætt — einmitt þá strengina, sem honum hefir tekist svo dásamlega að láta okkur heyra óminn af i ljóðum sinum. En sólargangurinn er oft langur á íslandi, ekki sízt á vorin, og þar sem Steingrímur einmitt er vorsins barn, er vísast að hann fái lengi að njóta kvölddýrðarinnar; og þess óskum vér allir og vonum. En hvort sem kvöldið á að verða lengra eða skemra, þá er líka skamt milli sólarlags og sólaruppkomu fyrir vorbörnin, og sannlega má ávarpa Steingrím með þessum hans eigin orðum: Kvölds þíns heiðsól hafsbrún ofar helgum morgni lofar. V. G. Ritsj á. ÁGÚST BJARNASON: YFIRLIT YFIR SÖGU MANNSANDANS. Hellas. Rvík 1910. Það mun vera 3. bindið af »Yfirliti yfir sögu mannsandans«, sem hér birtist. »Austurlönd«, sem víða er vitnað til í þessu bindi, könn- umst vér ekki við; það ekki verið sent Eimr., en hún kannast aldiei við bækur, sem henni eru ekki sendar. í)að er föst regla hennar. En þetta bindi könnumst vér við og höfum lesið með mestu ánægju. Telj- um vér það bæði höf. þess til sóma og íslenzkum bókmentum stórfeng. Hvort alt er þar hárrétt eða ekki, erum vér ekki bærir um að dæma,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.