Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 79
235 hugasemdum próf. Ólsens befir próf. Berlín viðurkent og tekið til greina í hinni þýzku útgáfu af bók sinni, en aðrar vill hann ekki kannast við, að séu á nægum rökum bygðar, og það á þessi ritgerð að sanna. Og í fljótu bragði fáum ekki betur séð, en að honum hafi yfirleitt tekist það svo vel, að nú sé fremur sókn en vörn af hans hendi. Um eitt atriði verðum vér þó að vera honum algerlega ósamdóma. I3að er viðvíkjandi, hvað átt sé við með »beztu menn« (»at beztu manna yfirsýn«) í Gamla- sáttmála. Próf. Berlín áh'tur, að hér sé átt við beztu menn konungs bæði í Nor- egi og á íslandi, með öðrum orðum hirðmenn hans eða beztu menn ríkisins á al- mennum ríkisfundi eða hirðstefnu. Próf. ólsen álítur aftur á móti, að »beztu menn« tákni hér ekki annað en »beztu bændur«, og að sjálfsögðu aðeins á íslandi. Auð- vitað getur hér aðeins verið átt við íslendinga, það liggur í hlutarins eðli, leiðir af sjálfu sér. Öðrum gátu menn ekki trúað fyrir að dæma um slíkt, enda eru næg söguleg rök fyrir, að þetta var í fullu samræmi við almennar norrænar skoðanir um afstöðu landslýðsins til konungs síns eða konunga sinna. En með »beztu menn« er auðvitað átt við beztu menn þjóðfélagsins, biskupa þess og alla höfðingja, sem á ís- landi flestir voru í bændatölu. V. G. OLAF HANSEN: DEN ÆLDRE EDDA. Khöfn 1911. Það er ekki lítið verk að þýða öll Eddukvæðin, og gera það í hjáverkum, og eins vel og hér er gert. Því þýðingin er ekki einungis nákvæm, heldur er og jafnan haldið hinum fornu bragarháttum og eins höfuðstöfum og stuðlum. Pað er enginn barnaleikur að sameina þetta hvorttveggja við nálega orðrétta þýðingu. Því svo má kalla að hún sé, þótt einstaka sinnum sé lítið eitt brugðið frá, eins og t. d., er »vitti ganda« er þýtt með »Vilddyr hun tæmmed«, sem þó kemst harla nærri því, sem við er átt. Auk þess er í þessari þýðingu ávalt tekið fult tillit til nýjustu rann- sókna, og skilningurinn því betri og réttari en í öllum eldri þýðingum. Sér þar á, að þýðandinn er ekki einungis skáld, heldur líka málfræðingur, enda þurfti hvort- tveggja að vera sameinað, svo að vel færi. Sem dæmi setjum vér hér eina vísu úr Völuspá: Ar var alda, En Urtid var der, þars Ymir bygði, da Ymer leved — vara sandr rié sær, ingen Sand, ingen S0, né svalar unnir; ingen svale Bolger. jörð fansk æva, Ej Jord der var, né upphiminn; ej Hvalv derover, gap var Ginnunga, kun et tystnende Tomsvælg, en gras hvergi. ingen Tue med Græs. »Tomsvælg« er ágætt nýyrði og nær vel þýðingunni í »Ginnungagap«. Eins er »nás orð« (í Baldrsdraumum) vel þýtt með »Gravrost«, og svo mætti fleira til færa. En því miður er prófarkalestrinum sumstaðar ábótavant, svo að finna má mein- legar prentvillur, t. d. »Meeglad« (f. Menglad) bls. 106 og »vel vide« (f. vil vide) bls. 107 (þrisvar). Miður heppilegt er það og, að Brynjúlfur Sveinsson er í formál- anum sagður hafa verið biskup á Hólum, í staðinn fyrir í Skálholti. En annars eru skýringar allar við kvæðin hið bezta af hendi leystar og eins inngangur að þeim, og eykur það eigi lítið gildi bókarinnar. V. G. AXEL OLRIK: DANMARKS HELTEDIGTNING II. Khöfn 1910. í Eimr. XI, 75 — 76 var getið um bók dr. Olriks um Hrólf kraka og Skjöldunga hina fyrri. Nú er áframhaldið komið og er annað bindið um Starkað hinn gamla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.