Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 13

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 13
13 Svipdags saga.* 1 Hann tók sig upp heiman með tólf menn í fylgd, hann Svipdagur konungur Svía, að Goðheimum leita um langræði bylgd. Öll lönd vóru könnuð, öll höf vóru sigld frá kveikingu morguns til kveldroða skýja. Peir hvíldu sig aldrei í fimm ára ferð um Miðgarð, frá enda til enda. Og inn undir regnbogann gata var gerð, upp gnæfandi tinda við sjöstirnin kerfð, þars norðljósa-blikurnar blysunum henda. feir samfarar komu þó svo búnir heim, né gátu þeir Goðheima fundið. — Hann Svipdagur undi ei úrslitum þeim, í aðra ferð bjóst hann um náttstjarna-geim og hugðist að kappsigla kveldmána-sundið. í þrönglendu ríki hans steindrangur stóð, sem hestasteinn gróinn á hlaði, við alfara-braut fyrir útfara-þjóð. feir Alsæll og Vesæll sér tróðu þá slóð — þar hinkraði förin sem hik sé að vaði. Pá opnuðust snögglega óvæntar dyr, í þilið á blágrýtis bergi, og út kom þar Dauðinn, — sem aldrigi fyr til annars sig hafði en þegja sig kyr. Hann skreiddist fram dulklæddur skuggsjá af dvergi. Hann mælti til konungsins: »Marki er náð! Kom, gakk þú í Goðheim hér inni.« — Hann Svipdagur hlýddi og hafði það ráð, og hvarf undir steininn, þess varð ekki gáð. í átthögum létti hann leitinni sinni. * * ____ * 1 Sbr. frásögn Snorra af Sveigði konungi í Ynglingasögu, k. n—12.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.