Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Page 20

Eimreiðin - 01.01.1913, Page 20
20 Konan á að leita úrskurðar læknis um jafnmikilsvert atriði, sem það er, að svifta barnið brjósti, og fylgja áliti hans í því efni.1 5. Hvernig er fyrirkomulag máltíða haganlegast og bezt? Margar konur hafa eigi börn sín á brjósti vegna tímaeyðsl- unnar, sem því er samfara; konur, sem eiga mörg börn og hafa stór heimili, eiga oft erfiðum störfum að gegna, sérstaklega sveita- konur um sláttinn og sjávarkonurnar á vertíðinni; mæður óskil- getinna barna eiga hér einnig erfitt uppdráttar, ef þær eru í vist, sem oftast er. Pað ætti þó að vera siðferðisleg skylda hús- bænda, að hvetja konur sínar og hjú til þessa, því hagnaðurinn er svo auðsær, eins og á hefur verið minst. Tíminn er dýr, og því ríður á að spara hann, og koma starf- inu svo haganlega fyrir, að það hafi sem minsta tímaeyðslu í för með sér, en geri þó fult gagn. Hér skal því bent á ráð, er að þessu miða. Það hefur verið siður, að konur þær, er haft hafa börn á brjósti, hafi gefið þeim að sjúga á 2 tíma fresti eða 12 sinnum á sólarhring. Petta er algjör óhæfa, því að barnið þarf 3 tíma hvíld milli máltíða, til þess að geta melt fæðuna, svo að með þessu lagi offyllist magi þess; barnið verður óvært og rellið, af því að það getur ekki torgað matnum. Nafnfrægir franskir og þýzkir barnalæknar halda því fram, að nægilegt sé að gefa börn- unum að sjúga á 4 tíma fresti, eða 6 sinnum á sólarhring, og þetta fyrirkomulag virðist haganlegast og bezt í alla staði. Engin kona hér á landi mun eiga svo annríkt, að hún geti eigi int þetta starf af hendi, ef hún hefur vilja á því. 6. Hvaða ástæður eru til þess, að konur hafi ekki börn á brjósti? Hér á landi hefur sú skoðun verið algeng, að ofsafullar kon- ur og skapvargar ættu eigi að gefa börnum að sjúga sig, né heldur þunglyndar og fúllyndar konur; líklega á þetta rót sína að rekja til vessakenningarinnar, af því að þessar konur voru álitnar hafa 1 i pottur af móðurmjólk hefur í sér 700 hitaeiningar (kalóríur); 50 hitaein- ingar þarf barnið á hvert pund á 1, ársfjórð.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.