Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Side 4

Eimreiðin - 01.09.1913, Side 4
156 Næstliðið sumar hafa staðið í Heimskringlu deilugreinar um löndin, þau sem Islendingar byggja. — Ritstjóri Heimskringlu hefir haldið á lofti þeirri kenningu, að allskyns landgæði séu í Kanada, en Island sé gersneytt þeim og hafi jafnan verið. Hann er annars kynlegur náungi, þessi Baldvin Baldvinsson, sem stýrir Heimskringlunni — þeirri, sem sköpuð er úr pappírn- um, — manna orðfimastur þeirra íslendinga, sem mentast hafa sjálfkrafa, og svo skáldmæltur maður í sundurlausum orðum, þeg- ar hann vill hnjóða í ættjörð sína, að hann flýgur þá upp úr öll- um skýjum sannreyndanna. En þegar hann tyllir sér niður á þjóð- málasviðið, leikur hann sér eins og þröstur á kvisti og telur pá landið vera fært um fullveldi, — býr hann sjálfur í því landi, sem er ófullvalda, en þó hundrað sinnum fólksfleira, en Fjallkonan er á sínu heimili, telur það helzta land undir sólinni og eitt hið allra stjórnfrjálsasta, þótt það sé ríkishluti. — En hitt telur hann sví- virðu fyrir sína »landgæðalausu« ættjörð, að hún sé ríkishluti — þessi land-ögn og þessi þjóðvía, sem ekki getur annað en látið gleypa sig, ef hún skyldi ein vera og alein um sína hitu, meðal úlfskjafta stórþjóðanna. Annars er ekki för minni heitið í hernað gegn ritstjóra Heims- kringlu, fyrir afskifti hans af stjórnmálum íslands. Hitt var heldur erindið, að hitta hann að máli um landgæði Kanada og íslands. Eg get auðvitað ekki athugað nema örfá atriði af þeim mörgu, sem hann hefir haft á lofti í blaði sínu, hefi hvorki löngun né vilja til þess og ekki heldur tíma; sé og enga þörf á því. Og í raun réttri felast þessi örfáu atriði, sem ég nefndi, í einu einasta — frjósemi jarðvegsins. Baldvin segir, að alls engin frjósemi sé í slenzkri mold, en að vestræna moldin sé þrungin af frjóefnum. Mál sitt styður hann með skýrslum um hveitiuppskeruna af hverri meðallags-ekru. Hann segir að hveitiekran sé 35 faðmar á hvern veg, og er hún þá rúmum fjórðahlut stærri heldur en vallardagslátta íslenzk. Bald- vin telur uppskeruna af þessu ferhyrnda plóglandi 16 dala virði— amerískra —, þegar frá er dreginn allur tilkostnaður. Líklegt er, að þessi lönd séu fengin nálega gefins í fyrstu, og ef svo er háttað þessu atriði, þá kemur ekki til greina í dæminu afborgun og vextir dýrrar jarðar. Petta mætti kalla skáldaleyfi og þeim manni sæmilegt, sem mjög er skáldhneigður í lausu máli — fóstru

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.